Færsluflokkur: Bloggar

TF-VKA

Til hamingju Kristján.

Þetta er frábært að sjá þessa vél í loftinu enda Kristján búinn að eyða miklum tíma í vélina. 


mbl.is Hannaði og smíðaði eigin flugvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta hópflug sumarsins.

Í gær fórum við feðgar ásamt tengdaforeldrum og nokkrum Geirfuglum í hópflugi til Blönduós þar sem heimamenn tóku fagnandi á móti okkar.  Við fórum í svipað flug fyrir tveimur árum að sumra sögn en það voru víst orðin fjögur og þess þá mikilvægara að skreppa norður.  Við sem fórum frá Reykjavík voru TF-STR, TF-NEW, TF-MAX, TF-LMB og TF-SKN flogið var inn Hvalfjörð og stefnan tekin á Holtavörðuheiðina, Arnarvatnsheiði og beint á Blönduós (BIBL)

BIBL 023 Víðihlíð, hver kannast ekki við það?

BIBL 040 Jæja komnir á Blönduós

BIBL 080 Þarna eru höfuðborgarvélarnar mættar á Blönduós.

BIBL 087 Jæja þá er það flugtak frá BIBL og stefnan tekinn á Gjögur.

BIBL 094 Flogið út Hrútafjörð

BIBL 100   BIBL 108 Á stuttri lokastefnu á Gjögri (BIGJ)

BIBL 145 Landslagið á Vestfjörðum er magnað en þó var ókyrrðin í lofti orðin þreytandi.

Hótel Grænahlíð, staður sem sjómenn þekkja vel.

Í dag verða settar inn fullt af myndum frá hópfluginu á myndasíðu okkar en tvíbbarnir Valur og Gulli voru mjög duglegir að mynda í ferðinni og svo tók Einar fullt upp á video.

http://public.fotki.com/valur/flug/flug-2008/hpflug--blndus-gjgu/

 


Altisurface & Altiports

Ég hef verið í sambandi við Kanada búa að nafni Raymond undanfarna mánuði en hann ásamt konu sinni hafa verið að undirbúa flugferð á vél sinni C-GTVB Bonanza V35B frá Kanada niður til Frakklands.  Áætlað er að leggja af stað sunnudaginn 01. júní og stoppa hér í Reykjavík 04. júní til að taka bensín og fara því næst til Vagar í Færeyjum þar sem þau gista.  Þetta ferðalag þeirra niður til Frakklands er til að skoða velli sem kallaðir altiports og altisurface en þetta eru vellir í mikilli hæð t.d. l'Alpe d'Huez sem er í 6100”.

 

Í baka leiðinni er ætlunin að þau hjónin að stoppa um viku tíma á Íslandi og prófa ýmsa velli og er vonandi að þau nái Flugkomunni í Múlakoti um Verslunarmannahelgina.

 

Altiport l'Alpe d'Huez

 

Vél þeirra er sem fyrr segir Beechcraft Bonansa V-Tail árgerð 1973 og fyrir þessa ferð voru settir í hana vængenda tankar.  Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af vélinni.

C-GTVB    Beechcraft V-Tail Bonansa árgerð 1973

 

DSCF0119_me_pilot_w_view_of_Marble_airstrip_-_rwy_marked_yellow_-_45%  Þarna má sjá flugbrautina í gulu doppunum en brautin er í 7000" hæð.

 

Bonansa w tiptanks  Þarna er Raymond við vélina og búið að setja vængendatankana.

 

Ferðalag þeirra hjóna er áætlað svona:

1. Victoria - Fort McMurray, refuel;

2.Fort McMurray - Iqaluit, refuel & overnight;

3. Iqaluit - Kangerlussuaq, refuel, customs;

4. Kangerlussuaq - Kulusuk, refuel & overnight;

5. Kulusuk - Reykjavik, refuel, customs;

6. Reykjavik - Vagar, refuel, customs & overnight;

7. Vagar - Inverness, customs;

8. Inverness - Glenforsa, overnight;

9. Glenforsa - Norwich, refuel;

10. Norwich - Donaueschingen (EDTD), first destination;

11. Donaueschingen - Paris LeBourget, overnight;

12. Paris - Tours, overnight;

13. Tours - Toulouse, overnight. And then on to Corsica, Switzerland, Austria, Italy (Venice), Berlin, Norway, Iceland, and back.

 


Er Borgarstjórinn í Reykjavík sá eini sem hlustar á meirihluta borgarbúa?

Nú vill ég sjá þá borgarfulltrúa sem vilja völlinn burt svara borgarbúum af hverju þeir vilja vinna gegn meirihluta Reykvíkinga.

Má til með að láta hér fylgja með mynd sem Gulaugur Agnar tók af sýningarsvæði Flugdagsins sem haldinn var s.l. laugardag.

BIRK


mbl.is Borgarstjórinn fagnar niðurstöðu skoðanakönnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hátt í 60% vilja flugvöll áfram í Vatnsmýrinni

Eftirfarandi frétt er tekin af www.visir.is  en þessi könnun var gerð s.l. laugardag þegar all margir stuðningsmenn flugvallarins voru að skemmta sér á frábærum Flugdegi á Reykjavíkurflugvelli.  Þetta sýnir enn og aftur að völlurinn er á réttum stað og þurfa nú kjörnir borgarfulltrúar að fara hlusta á meirihluta borgarbúa.   

Í Fréttablaðinu í gær 25.05 var viðtal við Jón Baldvin Pálsson flugvallarstjóra á Reykjavíkurflugvelli og segir hann í viðtalinu að ófremdarástand ríki á vellinum þar sem húsakostur sé gamall og úreltur, rán dýr tæki eru geymd utandyra, flugvélar eru geymdar utandyra.  Flugvallarstjóri o.fl. hafa unnið í eitt og hálft ár með skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar og hönnuðum að tillögum um hvenrig flugvöllurinn gæti fallið inn í borgarskipulagið en það mál er enná byrjunarreit.  Þetta er náttúrulega ekki í lagi. 

Meirihluti Reykvíkinga, eða fimmtíu og átta og hálft prósent, vill að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni, en fjörutíu og eitt og hálft prósent vill að hann verði fluttur, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Þar af vilja flestir að starfssemin verði flutt til Keflavíkurflugvallar.

Mun fleiri konur vilja að völlurinn verði áfram í Vatnsmýrinni en karlar, eða rúm 64 prósent, samanborið við tæp 53 prósent karla. Athygli vekur að ríflegur meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðsiflokksins eða tæp 60 prósent, vill að völlurinn verði áfram, sem stangast nokkuð á við niðrustöðu könnunar Fréttastofu Stöðvar tvö nýverið, meðal borgarstjórnarfulltrúa flokksins.-

http://www.visir.is/article/20080526/FRETTIR01/839952228

Ég hef sagt það oft og segi það aftur:  Þessi þröngi hópur Reykvíkinga sem er Örn arkitekt, Silfur Egils og Dr. Dagur verða að fara átta sig á því að þeir eru í minnihluta og eru með tapað mál á borðinu.  Hættum þessari vitleysu setjum skipulag Vatnsmýrarinnar á fullt með flugvöllinn á sínum stað.

Njótið dagsins.

Valur

 


Flugdagurinn 24. maí

Jæja þá er Flugvikan 18. - 24. maí á enda, þetta var rosaleg vinna en VÁ!!  hvað það var gaman að sjá afraksturinn og allt fólkið sem kom á laugardeginum.  Dagskráin var góð og fjölbreytt og voru margar vélar til sýnis á rampinum. 

 

Á þessum síðum hér fyrir neðan má sjá fjöldan allan af myndum frá Flugdeginum.

http://public.fotki.com/valur/flug/flug-2008/   þarna eru bæði myndir frá mér og Gulla mínum sem var aðstoðar rampstjóri hjá mér á laugardaginn.

http://www.verslo.is/home/baldur/flugd2008/  Baldur Sveinsson tók skemmtilegar myndir og einnig flaug hann með TF-SKN í hópfluginu úr Mosó inn á Reykjavíkurflugvöll.

http://www.bjorn.is/myndasafn/gallery/einkalif/?gallery=135  Svo er hér ein sem ég sendi Birni Bjarnasyni ráðherra en hann auglýsti eftir mynd af framkvæmdum Háskólans í Reykjavík.

Snorri B. Jónsson (video)http://www.youtube.com/watch?v=tIKTLVJ43Y0

fmi 284 Dash 8 vél Flugfélags Íslands.

 


Glæsileg flugvika.

Opið hús hjá Flugmálafélagi Íslands er einn af viðburðum í glæsilegri Flugviku Flugmálafélagi Íslands.  Vikan byrjaði með opnu húsi í Fluggörðum s.l. sunnudag, í gær var svo Ómar Ragnarsson að rekja garnirnar úr gömlum flughetjum eins og Magnúsi með flugskírteyni nr. 9, Smára Karls, Dagfinni Stefánssyni o.fl.  Í dag var svo opið hús hjá Gæslunni og svo er þétt dagskrá út vikuna sem endar á Flugdeginum mikla sem haldinn verður við skýli 1 á Reykjavíkurflugvelli (fyrir aftan Hótel Loftleiði) en þar verða þverskurðurinn af léttum vélum til sýnis og einnig stór glæsileg sýningar atriði.   Veðurspáin er góð og vonumst við til þess að hún haldi Wink

Hvet alla til að taka þátt í Flugvikunni en dagskránna má finna á heimasíðu Flugmálafélagsins www.flugmal.is

Á þessari mynd hér að neðan sem ég tók frá svæði Gæslunnar í dag eru TF-LIF og Fokker vél Gæslunnar í formation.

fmi 053 copy


mbl.is Gæsluvélar í sýningarflugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugvika á Reykjavíkurflugvelli 18. - 24. maí

Nú er maður búinn að vera vinna hörðum höndum að undirbúningi fyrir flugviku sem verður á Reykjavíkurflugvelli 18. - 24. maí.  Þetta byrjar á sunnudeginum með opnu húsi í Fluggörðum, en hægt er að komast inn á svæðið við bílastæðið sem er gengt Íslenskri Erfðagreiningu og svo í gegnum félagsheimili Félags Íslenskra Einkaflugmanna sem er fyrir norðan flugfraktina á Reykjavíkurflugvelli.  Ég hvet alla sem geta til að koma á sunnudeginum og kynna sér hvað fer fram í Fluggörðum og sjá hvað er að finna í skýlunum.

Auglysing_flugdagur_800

Svo sunnudaginn 24. maí þá endum við flugvikuna á glæsilegri flugsýningu við skýli 1. 

Endilega komið og kíkið.


Skreppitúr í Eyjarnar

Við tengdafeðgarnir skruppum í dag í Eyjarnar í þessari líka rjóma blíðu eins og sjá má á myndunum.

mai 003 Alveg frábært veður.   mai 004

mai 006                                  mai 008

mai 011 Þorlaugargerði         


Snorri Sturluson kveður

Núna er frystitogarinn Snorri Sturluson VE 28 í sínum síðasta túr fyrir Íslendinga en Ísfélag Vestmannaeyja hefur selt skipið til Rússlands og verður það afhent um miðjan maí.  Óskar Freyr eyjapeyji hefur farið mikinn í bloggfærslum í þessum síðasta túr og ekki vantar ímyndunaraflið í strákinn.  www.blogcentral.is/sturlungar  samkvæmt bloggi þeirra sturlunga gengur fiskeríið alveg ágætlega þó svo að skipperinn hann Binni láti lítið undan þeim fréttum.

 

Snorri Sturluson VE 28

Ex Snorri Sturluson RE

Smíðaður á Spáni 1973, lengdur 1996 og breytt í frystitogara 1987

Ísfélag Vestmannaeyja keypti skipið af Granda hf. .

 

Bæjarútgerð Reykjavíkur lét smíða Snorra Sturluson ásamt Bjarna Benediktssyni RE (núna Mánaberg ÓF 42) og Ingólf Arnarson RE (núna Freri RE 73).  En þrjú önnur skip voru smíðuð fyrir Íslendinga en það voru Harðbakur og Kaldbakur EA og svo Júní HF (núna Venus HF).

 

nov 097

Snorri á útleið frá Reykjavík í nóvember s.l.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband