Snorri Sturluson kveður

Núna er frystitogarinn Snorri Sturluson VE 28 í sínum síðasta túr fyrir Íslendinga en Ísfélag Vestmannaeyja hefur selt skipið til Rússlands og verður það afhent um miðjan maí.  Óskar Freyr eyjapeyji hefur farið mikinn í bloggfærslum í þessum síðasta túr og ekki vantar ímyndunaraflið í strákinn.  www.blogcentral.is/sturlungar  samkvæmt bloggi þeirra sturlunga gengur fiskeríið alveg ágætlega þó svo að skipperinn hann Binni láti lítið undan þeim fréttum.

 

Snorri Sturluson VE 28

Ex Snorri Sturluson RE

Smíðaður á Spáni 1973, lengdur 1996 og breytt í frystitogara 1987

Ísfélag Vestmannaeyja keypti skipið af Granda hf. .

 

Bæjarútgerð Reykjavíkur lét smíða Snorra Sturluson ásamt Bjarna Benediktssyni RE (núna Mánaberg ÓF 42) og Ingólf Arnarson RE (núna Freri RE 73).  En þrjú önnur skip voru smíðuð fyrir Íslendinga en það voru Harðbakur og Kaldbakur EA og svo Júní HF (núna Venus HF).

 

nov 097

Snorri á útleið frá Reykjavík í nóvember s.l.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband