Hátt í 60% vilja flugvöll áfram í Vatnsmýrinni

Eftirfarandi frétt er tekin af www.visir.is  en þessi könnun var gerð s.l. laugardag þegar all margir stuðningsmenn flugvallarins voru að skemmta sér á frábærum Flugdegi á Reykjavíkurflugvelli.  Þetta sýnir enn og aftur að völlurinn er á réttum stað og þurfa nú kjörnir borgarfulltrúar að fara hlusta á meirihluta borgarbúa.   

Í Fréttablaðinu í gær 25.05 var viðtal við Jón Baldvin Pálsson flugvallarstjóra á Reykjavíkurflugvelli og segir hann í viðtalinu að ófremdarástand ríki á vellinum þar sem húsakostur sé gamall og úreltur, rán dýr tæki eru geymd utandyra, flugvélar eru geymdar utandyra.  Flugvallarstjóri o.fl. hafa unnið í eitt og hálft ár með skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar og hönnuðum að tillögum um hvenrig flugvöllurinn gæti fallið inn í borgarskipulagið en það mál er enná byrjunarreit.  Þetta er náttúrulega ekki í lagi. 

Meirihluti Reykvíkinga, eða fimmtíu og átta og hálft prósent, vill að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni, en fjörutíu og eitt og hálft prósent vill að hann verði fluttur, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Þar af vilja flestir að starfssemin verði flutt til Keflavíkurflugvallar.

Mun fleiri konur vilja að völlurinn verði áfram í Vatnsmýrinni en karlar, eða rúm 64 prósent, samanborið við tæp 53 prósent karla. Athygli vekur að ríflegur meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðsiflokksins eða tæp 60 prósent, vill að völlurinn verði áfram, sem stangast nokkuð á við niðrustöðu könnunar Fréttastofu Stöðvar tvö nýverið, meðal borgarstjórnarfulltrúa flokksins.-

http://www.visir.is/article/20080526/FRETTIR01/839952228

Ég hef sagt það oft og segi það aftur:  Þessi þröngi hópur Reykvíkinga sem er Örn arkitekt, Silfur Egils og Dr. Dagur verða að fara átta sig á því að þeir eru í minnihluta og eru með tapað mál á borðinu.  Hættum þessari vitleysu setjum skipulag Vatnsmýrarinnar á fullt með flugvöllinn á sínum stað.

Njótið dagsins.

Valur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband