Færsluflokkur: Bloggar

Það var mikið!

Ólafur er farinn að minna mann svolítið á Davíð Oddson þegar hann var borgarstjóri Smile

Auðvitað er þessi tillaga algjört klúður frá upphafi til enda, lágreyst byggð og svo stór og fín tjörn á hæsta punkti Vatnsmýrarinnar.  Nú er bara að skipuleggja þetta svæði með flugvöllinn á sínum stað, ekkert mál að skipuleggja svæðið svolítið betur.

En nú verður skodnið að sjá svörun Gísla Marteins og Hönnu Birnu varðandi ummæli Ólafs, styðja þau ekki borgarstjórann sinn Tounge


mbl.is Borgarstjóri gagnrýnir vinningstillöguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefði verið flottara að fá bara vélina í heilu

Furðulegt að hið Samgönguráðuneytið hafi ekki keypt vélina í heilu, það er greinilega ekki sama hvort þetta sé flugsafn eða t.d. Sjóminjasafnið sem er orðið hið glæsilegasta.  Við verðum líka að halda flugsögunni okkar á lofti. 

En Þá viljum við fá að sjá Fokker Landhelgisgæslunnar á Flugsafninu þegar þeir fá nýju vélina sína.

 www.flugsafn.is

 


mbl.is Gullfaxi á Flugsafn Íslands í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sleðakerru stolið frá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi

Ég segi er bara ekki í lagi með suma?  Að stela frá Hjálparsveit!!!!

Hvítri tveggja sleða vélsleðakerru HSSK var stolið á tímabilinu 19-21.apríl þar sem hún stóð fyrir utan húsnæði sveitarinnar við Kópavogshöfn.  Um er að ræða hvíta tveggja sleða kerru frá Vögnum og Þjónustu og er númerið LY-300.  Grindin er galvaniseruð með sérstyrktu beisli og er kerran með sturtu og er yfirbygging úr hvítu trefjaplasti.  Stór merki HSSK eru aftan á kerrunni, en engar merkingar á hlið en búið var að teka merkingar af þar sem átti að endurmerkja hana. 

Ef einhver hefur upplýsingar um kerruna þá vinsamlegast hafið samband við Lögreluna á höfuðborgarsvæðinu eða beint við formann sleðaflokks s: 899-3132 Reynir.

sledakerra-stor Hér er mynd af kerrunni en merkingar á hlið voru farnar af.


Jæja ekki tókst það í kvöld

LFC 

Jæja nú er úti draumurinn um Mestaradeildina og aðeins 4. sætið í deildinni en það gefur okkur allavega rétt á Meistaradeildinni að ári.  Þetta var súrt að detta svona úr og fúlt sjálfsmark og allt það en það þýðir ekki að gráta Björn bónda það verður bara að undirbúa næsta tímabil og lægja öldurnar hjá eigendum félagsins.

 En varðandi leikinn í kvöld:

Fyrsta markið var aula mark og hefði mátt verja það auðveldlega.

Þriðja markið hjá Chelsea var þvílík aulavörn, menn hættu að ellta sóknarmann og notuðu frekar kraftana í að veifa rangstöðu.

 

Mark Babels svo í lokin var auðvitað tær snilld og sýnir hve frábær knattspyrnumaður þessi drengur er.

 

Nú verður spenna hvort það verða UTD eða Chelsea sem vinna deildina. 


Tilboð í kaup / smíði á nýjum Herjólfi opnuð í gær.

Það kom mér nú nokkuð á óvart að EIMU núverandi rekstraraðili Herjólfs hefði ekki boðið í nýja skipið.  Fulltrúi EIMU sagði nú í viðtali að hann vildi nú bara að heimamenn fengju þetta en þeir eiga nú lægsta tilboðið þó svo að það sé langt yfir kostnaðaráætlun. 

Herjolfur IV

Hann er nú nokkuð flottur nýji Bakkafjöru Herjólfurinn.  Ég átti nú samt von á því að hann yrði öflugri en útboðsgögn gera ráð fyrir t.d. er siglingar hraðinn svipaður og á núverandi Herjólfi.

Ég er hræddur um að kostnaðurinn við Bakkafjöruhöfn eigi eftir að fara töluvert umfram áætlanir og svo er spurning um garðana hvort þeir þurfi ekki að fara töluvert utar. 

En varðandi undirskriftarlista Magga Kristins & Co þá er ég sammála Kristjáni Möller samgönguráðherra að hann væri allt of seint á ferðinni.


Skemmtilegar myndir

Ég mátti nú til með að skella þessum skemmtilegum myndum hér inn á síðuna. 

arsenal01

arsenal02

arsenal03


Aldrei spurning - Kjöldráttur !!

Þetta var aldrei spurning, BETRA liðið VANN!    punktur!

Þvílík kelling þessi Wenger!!

"Wenger: Allar stórar ákvarðanir dómaranna voru gegn okkur"

 

Markatala-gegn-Arsenal


mbl.is Liverpool og Chelsea sigruðu og mætast í undanúrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsti flugtúr vorsins

Í gær var farinn fyrsti flugtúr vorsins enda veðrið hið allra besta sól og blíða.  Við feðgarnir Valur og Gulli flugum frá Keflavík um Kleifarvatn og austur í Múlakot.

apr 076

Flott ísmynd af Kleifarvatni, en Gulli sá um myndatökuna meðan pabbinn flaug.

 

 

apr 086 Flogið norðan við Þorlákshöfn.  Gulla fannst þetta allt þröngt úr lofti og spurði hvernig Herjólfur kæmist þarna inn í vondum veðrum, mér var þá hugsað til hans Simma bloggvinar sem starfaði í mörg ár sem stýrimaður á Herjólfi.

apr 092 Því miður búa margir þarna, en við feðgar ræddum mikið um fangelsis mál eftir að Gulli tók þessa mynd og akkúrat þegar þetta er ritað þá er verið að fjalla um það í fréttunum á RÚV að öll fangelsis pláss séu full.

apr 098 copyÞessi hrossa hópur vakti athygli Gulla og sérstaklega þessi aftasti, hvað var hann að gera svona fyrir aftan hina??

apr 120 copy Við leituðum uppi þetta plast sumarhús sem Sigurbjörg og Siggi á Hvassafelli eiga í Fljótshlíðinni, ekki veit ég hvað þau nefna slotið en eigum við ekki að kalla það Hvassafell. 

apr 146 copy Við að komast inn á lokastefnu í Múlakoti með N9911V en Eiríkur Karlsson var á henni en feðgarnir voru að skjótast að Stíflisdalsvatni og komu við þarna "í leiðinni" eins og Eiríkur orðaði það.

apr 150 copy Lentir í Múlakoti en þarna voru þrjár aðrar vélar : N9911V, TF-RJC og TF-DIS

apr 151 Verið var að setja þak einingarnar á flugskýlið í kotinu, það verður mikill munur þegar það verður komið upp, þá þurfum við ekki að binda út í rjóðri lengur Smile

apr 185 copy Þarna eru þeir Steini "Rollari" og Óli Níls að fara í loftið frá MK.

apr 169 Sumarhús Capt. Einars Dagbjartssonar.

apr 206 copy Gulli varð að taka mynd fyrir ömmu sína og afa til að senda þeim, svo þau gætu fylgst með framkvæmdunum en meira að segja byrjað  að setja upp pallinn við húsið.

apr 239 copy Nesjavallarvirkjun flott í vor sólinni en samt hvítt yfir öllu.

apr 299 copy Svo nauðsynlegt að láta eina af vinnustaðnum Innnes ehf. fylgja með.

apr 307 copy Eitthvað er nú til af bílum á kajanum.

apr 363 copy Jæja þá erum við að komast aftur heim, en lentum í smá vandræðum þar sem við urðum að nota GSM símann til að tala við turninn, einhverra hluta vegna þá heyrðu þeir ekki í okkur en við heyrðum vel í þeim.


Aftur jafnt á Emirates!

Meistaravonir Arsenal orðnar að engu eftir enn eitt jafnteflið við Liverpool á Emirates.  Einhverra hluta vegna getur Arsenal ekki unnið Liverpool á heimavelli sínum.

 


Breytt útlit

Jæja eins og þið hafið tekið eftir er síðan kyrfilega merkt Liverpool, er þetta gert í sérstöku tilefni og sér í lagi fyrir bræður mína Össa og Binna en Liverpool kemur til með að kjöldraga þá í næsta leik liðanna þann 05. apríl n.k.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband