Færsluflokkur: Bloggar

Enn ein könnunin sýnir að Reykjavíkurflugvöllur á að VERA!

Nú er kominn tími til að borgarstjórn Reykjavíkur og Samgönguráðuneytið taki höndum saman og tryggi flugvöllinn í Vatnsmýrinni um komandi ár.

 

flugvollurmars2008  

Í Reykjavík siðdegis þann 25. mars s.l. var spurt “Á Reykjavíkurflugvöllur að víkja fyrir íbúðabyggð?”  Það er mjög einfalt að 70% sögðu NEI við þessari spurningu.  Og ef ég má rifja upp skoðanakönnun Fréttablaðsins frá því 25. janúar s.l. “Hvar á framtíðarstaðsetning miðstöðvar innanlandsflugs að vera” þá voru 59,6% sem sögðu að hún ætti að vera áfram í Vatnsmýrinni.

 

Ég tel að borgarstjórn Reykjavíkur og Alþingi þurfi ekki fleiri skoðana við, hver skoðanakönnunin á fætur annarri sýna það að borgarbúar vilja hafa Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni.  Kjörnir fulltrúar verða að vinna fyrir meirihluta borgarbúa líka en ekki bara einblína á minnihlutann. 

 Hér fyrir neðan er svo útkoma úr könnun Fréttablaðsins frá því í janúar s.l.  Fréttablaðið 25.01.2008 Spurt var: Hvar á framtíðarstaðsetning miðstöðvar innanlandsflugs að vera.

59,6% telja að framtíðarstaðsetning miðstöðvar innanlandsflugs eigi að vera í Vatnsmýrinni, 20,7%        vilja að það verði flutt til Keflavíkur,

8,9       á Hólmsheiði

10,8% Annarsstaðar.

 

BIRK


Snjókoma á Hólmsheiði eftir Pál Bergþórsson

Páll Bergþórsson veðurfræðingur ritaði þessa skemmtilegu grein í Morgunblaðið um Páskana.

Páll Bergþórsson útskýrir mun á veðurfari á Hólmsheiði og í Vatnsmýri

Páll Bergþórsson
[ Smelltu til að sjá stærri mynd ]

Páll Bergþórsson útskýrir mun á veðurfari á Hólmsheiði og í Vatnsmýri: "Reynslan sýnir að rigning breytist í snjókomu um það bil þegar hitinn lækkar niður fyrir 2 gráður."

Í SMÁGREIN í Morgunblaðinu 10. febrúar ræddi ég um skýjahæð yfir hugsanlegum Hólmsheiðarflugvelli og komst að því að í hvert sinn sem skýjahæð yfir sjó væri 65-180 metrar, væri að jafnaði fært að lenda á Vatnsmýrarflugvelli en ófært á Hólmsheiði.

Hér verður aftur á móti vikið að því veðurlagi sem kallast landsynningur, þegar lægð kemur upp að landinu úr suðvestri með úrkomusvæði sitt í suðaustanvindi. Þá er annaðhvort rigning eða snjókoma. Í rigningunni er oftar hægt að lenda, því að Reykjanesfjallgarður veldur hlýnun og tryggir sæmilega skýjahæð í landsynningi, auk þess sem skyggnið er þá oftast nægilegt. Í snjókomu er það aftur á móti skyggnið sem takmarkast verulega eins og kunnugt er, og verður iðulega ófullnægjandi til lendingar.

Reynslan sýnir að rigning breytist í snjókomu um það bil þegar hitinn lækkar niður fyrir 2 gráður. (Éljagangur í suðvestanátt byrjar hins vegar oft þegar hiti lækkar niður fyrir 3 stig). Snjókornin hafa þá einfaldlega ekki tíma til að bráðna í neðsta laginu þegar þau falla úr frostinu sem ofar er. Nú er Hólmsheiði um 120 metrum hærri en Vatnsmýri, og þar er því gjarnan um það bil tveimur stigum kaldara að vetrinum. Afleiðingin verður þá sú sem þessi tafla sýnir um veður í landsynningi, þegar lægðir koma úr suðvestri með úrkomubelti sín (sjá töflu):

Hér er það hitabilið 2-4 stig sem máli skiptir. Þá rignir að jafnaði í Vatnsmýri en snjóar á Hólmsheiði.

Einmitt þessi hiti, 2-4 stig, er mjög algengur í Reykjavík að vetrarlagi í landsynningi sem er yfirleitt hlýrri en meðalhiti annarra sólarhringa á sama árstíma. Meðalhitinn var að jafnaði frá eins stigs frosti að eins stigs hita í nóvember til mars árin 1961-1990, en árin 1931-1960 var meðalhitinn i Reykjavík frá frostmarki að þriggja stiga hita í nóvember til mars.

Mikinn hluta vetrar er sem sagt oft snjókoma og ófært til lendingar á Hólmsheiði þegar lægð er að nálgast en gjarnan rigning og fært í Vatnsmýri á sama tíma. Eyðilegging Vatnsmýrarflugvallar væri því óhappagerningur.

Höfundur er heiðursfélagi í Flugmálafélagi Íslands.

Hér sjáum við það svart á hvítu að Hólmsheiðin er ekki álitlegur kostur fyrir nýjan innanlands flugvöll, Löngusker ekki heldur og þá er á hreinu að Kristján Möller og Ólafur F. Magnússon þurfa að taka höndum saman og tryggja Reykjavíkurflugvöll þar sem hann er í dag.  


Enginn smáfugl

Þetta eru nú engar smá beljur.

 

 

það er alveg hægt að fá sér kríu þarna.

Eins og sjá má þá er stjórklefinn ekki smá hátt uppi.

Hvenær skyldi FL Group vera búin að rétta nógu mikið úr kútnum til að geta sett eina svona í Ameríku flugið?


mbl.is Airbus A380 flugvél lenti á Heathrow í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arsenal verður kjöldregið

Nú verður fjör þegar Liverpool kjöldregur Arsenal Smile
mbl.is Arsenal dróst gegn Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju EKKI tollalækkun??

Er ekki kominn tími til að aflétta þessum verndartollum af landbúnaðarvörum?  Eða á maður að kalla þetta Framsóknartollinn? 

 

Er svína-, kjúklinga- og eggjaframleiðsla landbúnaður eða iðnaður?  Þetta eru ekkert annað en iðnfyrirtæki sem eiga ekki að þurfa okur verndartolla frá hinu opinbera.

v     Hráefnið er að miklu leiti innflutt

v     Vinnuaflið innflutt (að miklu leiti)

v     Fyrirtækin í eigu stórfyrirtækja og fjárfesta

Erum við virkilega að fórna um 9 milljarða lækkun vöruverðs fyrir nokkur iðnfyrirtæki í matvælavinnslu?

 

Af hverju eru verndartollar á kartöfluflögum (59%)??  Þær kartöfluflögur sem framleiddar eru á Íslandi eru ekki úr Íslenskum kartöflum þó svo að meirihluti landsmanna haldi að svo sé.   Í dag erum við að greiða vel á þriðja þúsund kr. pr. kg. af dönskum kjúklingabringum, en ef kvótar og tollar yrðu afnumdir værum við að greiða innan við 1000kr. pr. kg.

 

Fjármálaráðherra sagði nú að “það væri vandasamt verk að feta þann stíg að bæta bæði hagsmuni neytenda og bænda hvað varðar verð á matvöru þannig að bændur gæti vel við unað og neytendur njóti þess að hafa sem best kjör á matvörunni”.  Segir þetta ekki allt sem segja þarf, bændur eru með fyrirtæki og þurf að hagræða eins og aðrir, ekki láta það bitna á okkur neytendum.

 
mbl.is Engin stórfelld tollalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullfaxa heim!!

Kristján Möller samgönguráðherra!

Nú viljum við fá þinn stuðning í að koma Gullfaxa heim, við höfum því miður þurft að horfa upp á allt of mikla fórn varðandi flugsöguna eins og t.d. Grumman og Catalinubátana.  Við treystum á þig Kristján Möller að fá 80 milljónir til að kaupa Gullfaxa svo hljótum við að geta fengið frekari stuðning til að mála og koma henni heim, vonumst svo til  þess að FL Group dafni svo þeir geti komið myndarlega að þessu verkefni.

Gullfaxa heim!! 

 


mbl.is Fyrsta þota Íslendinga í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavíkurflugvöllur ekkert á leiðinni úr Vatnsmýrinni

Þetta sýnir að Reykjavíkurflugvöllur er EKKERT á leiðinni úr Vatnsmýrinni, enda  á hann að vera á sínum stað til að þjónusta alla landsmenn.  Í framhaldinu borgin að kaupa framkvæmdir Háskólans í Reykjavík áður en tjónið verður of mikið fyrir þá og byggja þar glæsilega Samgöngumiðstöð.

Ólafur F. borgarstjóri á að taka nýja tillögu um framtíð Reykjavíkurflugvallar og skutla henni út af borðinu hið snarasta, þetta yrði bara stórslys fyrir höfuðborg allra landsmanna. 

Byggjum upp flugvallar aðstöðu sem er höfuðborg allra landsmanna til sóma.


mbl.is Bráðabirgðaflugstöð í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Schnauzer kominn á heimilið

Jæja þá hefur fjölgað aftur á heimilinu en nýji meðlimurinn er Schnauzer tík sem við köllum Oxu en ræktunar nafnið er Bláklukku Blíð.  Hún er nú svolítið feimin en þetta er allt að koma, við látum hér fylgja nokkrar myndir af henni sem eru teknar af fyrrverandi eiganda henna en það er hún Karen.

blid.01    blida1

Svo er hér slóð fyrir þá sem vilja skoða frekari upplýsingar um Oxu.

http://deildir.hrfi.is/schnauzer/hundarview.asp?ID=56

Oxu og Spora kemur mjög vel saman og einnig eru peyjarnir sérstaklega áhugasamir um hana.

 


Vaskur allur.

Labrador hundurinn okkar hann Vaskur dó 31. janúar en hann hafði verið hjá okkur frá því 2001, Vaskur var mjög blíður og góður hundur og var sérstaklega barngóður.  Mikil eftirsjá er eftir honum Vaski okkar sem hafði verið svo mikill hluti af heimilinu.  Undir það síðasta hafði Vaskur verið mikið veikur en hann dó hér heima.   Hér má sjá nokkrar myndir af Vaski.

ég og vaskur (BHSÍ)  MK 038

Einar og Vaskur á æfingu.              Vaskur í bílferð með Einari.

Picture 009  Vaskur töffer 1  jul 006

Vaskur í Múlakoti.             Vaskur í sólinni á Flúðum.            Vaskur og Spori.

 


Copenhagen Open 2008 í samkvæmisdönsum

Þá erum við komin heim með peyjana úr Copenhagen Open en keppnin var haldin í Valby Hallen í Kaupmannahöfn.   Þetta er í fyrsta skipti sem við förum með peyjana á þetta mót en tvö undanfarin ár höfum við farið til Blackpool á Englandi og Tralee á Írlandi. 

 Keppnin gekk mjög vel og var virkilega gaman að sjá hve vel íslensku pörunum gekk og hver sterk þau eru orðin.  Látum fylgja með nokkrar myndir af Gulla og Vali ásamt dansdömum sínum en fleiri myndir frá keppninni er að finna á : http://public.fotki.com/valur/samkvmisdansar/dance2008/copenhagen-open-2008/

Einnig er Jón Svavarsson ljósmyndari var á staðnum og  er með fullt af myndum frá þessari keppni www.123.is/MOTIVMEDIA

 

dk179copy-vi  dk261copy-vi  dk438copy-vi

dk525bcopy-vi  dk559copy-vi  dk638copy-vi  dk670copy-vi

dk726copy-vi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband