Færsluflokkur: Bloggar
5.2.2008 | 00:25
Norðurljós í Breiðholtinu
Himininn var flottur s.l. föstudagskvöld en þrátt fyrir ítrekuð skot var þetta skásta myndin sem ég náði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2008 | 20:15
Hið breiða holt
Þetta er heiti á ljósmyndasýningu sem opnuð var í dag, hann Gulli okkar tekur þátt í þessari sýningu og á hann margar frábærar myndir þarna. Þetta er ljósmyndaverkefni sem hann tók þátt í en hann átti að taka myndir af ömmu sinni og hún af honum, einnig tók hann fullt af fallegum vetrarmyndum og jólamyndum sem einnig eru á sýningunni. RÚV tók svo viðtal við Gulla og ömmu hans sem kom svo í fréttunum í kvöld og tóku þau sig bara vel út.
Ljósmyndasýningin er á 1.hæðinni í Gerðubergi við Austurberg.
Hér er Gulli myndasmiður við hluta af myndum sínum.
http://www.gerduberg.is/default.asp?cat_id=15&module_id=220&element_id=2214
Hér á slóðinni er hægt að sjá viðtalið við Gulla á RÚV.
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4397824/15
Bloggar | Breytt 5.2.2008 kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.1.2008 | 14:12
Ungt fólk í umferðinni
Í gær sáum við feðgar á eftir Lancer Evolution á öðru hundraðinu rjúka fram úr okkur á Reykjanesbrautinni rétt við Blésugrófina, varð mér á orði að þessi ætti nú eftir að stór slasa sjálfan sig eða einhverja aðra með þessu aksturslagi. Núna áðan sáum við feðgar sama bíl á svipuðum slóðum nema núna var bílstjórinn búinn að vefja honum utan um stórt grenitré. Auðvitað hefur hann verið að keyra eins og vitleysingur og flotið upp úr hjólförunum.
Þess má geta að Hekla hf. sem er umboðsaðili þessara bíla auglýsa þá með þessum orður "Lancer Evolution með aflið og útlitið að vopni".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.1.2008 | 14:49
Er Eiður á leið til Liverpool?
£7million Gudjohnsen to spark Liverpool title bid?
Liverpool Football Club would love to team Eidur Gudjohnsen with Fernando Torres.
Spanish international Torres has been in superb form for the Reds since arriving from Atletico Madrid in the summer, with the fans on The Kop wasting no time in taking him to their hearts.
However, the striker is still to find his perfect partner in Rafael Benitez's side, with Peter Crouch in and out of the side, Dirk Kuyt having a poor season, and Andrei Voronin proving to be rather hit-and-miss.
It is being reported that Benitez is keen to add former Chelsea striker Gudjohnsen to his squad, and will ask Barcelona for the loan of the player until the end of the season with the view to a permanent transfer.
The Icelandic international has failed to nail down a regular starting place at the Camp Nou since his move from Stamford Bridge eighteen months ago, and he may jump at the chance of a return to the Premier League.
HEIMILD:
http://www.fansfc.com/frontpage/frontpagenews.asp?newsid=179809
Auðvitað væri þetta bara snilld fyrir Rauða herinn að fá Eið í sínar raðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.1.2008 | 12:35
60% vilja flugvöllinn í Vatnsmýrinni
Í Fréttablaðinu í gær var birt skoðanakönnun varðandi Reykjavíkurflugvöll. 59,6% telja að framtíðarstaðsetning miðstöðvar innanlandsflugs eigi að vega í Vatnsmýrinni, 20,7% vilja að það verði flutt til Keflavíkur, 8,9% á Hólmsheiði og 10,8 annars staðar.
Mér finnst persónulega að allir landsmenn ættu að fá tækifæri til þess að kjósa um Reykjavíkurflugvöll í forseta kosningunum í vor.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2008 | 21:56
35 ár frá því gosið hófst á Heimaey
Núna kl. 02 í nótt verða 35 ár frá því eldgosið hófst á Heimaey, þessi atburður hafði mikil áhrif á fjölskylduna. Stebbi bróðir vaknaði fyrstur og vakti svo alla aðra heimilismeðlimi, maður gerði sér nú ekki alveg grein fyrir því hvað var að gerast en alvarlegt var það, pabbi klæddi sig í fötin yfir náttfötin og svo var húsið á Gerðisbraut 3 yfirgefið, húsið sem foreldrar okkar byggðu ég hafði búið í frá fæðingu. Við fórum í snatri niður í Friðarhöfn þar sem við fórum um borð í bátinn hans pabba m/b Halkion VE 205 sem var þá einn stærsti báturinn í Eyja flotanum þó svo hann þætti ekki stór í dag. Báturinn var fylltur af fólki en við komumst ekki strax út því taka átti Lunda VE í tog áleiðis til Þorlákshafnar. Okkur var komið fyrir í skipstjóraklefanum hans pabba og fór ágætlega um okkur þar.
Við fjölskyldan snérum ekki aftur eftir gosið en húsið fór undir vikur en þrátt fyrir að vera grafið upp þá var það gjör ónýtt og rutt niður fljótlega en bílskúrarnir okkar og Gísla Jónasar fengu því miður að standa í nokkur ár til viðbótar.
Þessi mynd Sigurgeirs Jónassonar ljósmyndara er ein allra fallegasta mynd af þessu leiðinlega gosi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.1.2008 | 18:29
Frjálslyndir og Sjálfstæðismenn í eina sæng.
Þetta verður hið besta mál, það verður örugglega einhver sáttmáli hjá þessum meirihluta ekki bara óstjórn með hverja höndina upp á móti annarri. Það eina hættulega er kanski Gísli Marteinn en við skulum vona að hann hafi lært eitthvað af fyrri mistökum og sprengi ekki þennan meirihluta líka.
Það er þó gott við að Frjálslyndir séu í meirihluta er að þá fer Reykjavíkurflugvöllur ekki fet og þá getur nýr meirihluti unnið með Samgönguráðherra að uppbyggingu Reykjavíkurflugvallar, byggja nýja Samgöngumiðstöð og fullt af nýjum flugskýlum. Svo má auðvitað kaupa spilduna af Háskólanum í Reykjavík og afhenda t.d. Landhelgisgæslunni það eða að hafa Samgöngumiðstöðina þar.
Já ætli þetta verði ekki bara hið besta mál fyrir þá sem vilja byggja Vatnsmýrina upp sem flugvallarsvæði.
Nýr meirihluti í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.1.2008 | 11:37
Bingi litli hvað ertu að gera í pólitík?
Þeir sem á annað borð fara fram í pólitík verða að sjálfsögðu að geta tekið mótlæti. Ekki hefur Björn Ingi haldið því fram að allir færu eftir hans höfði og enginn myndi kæmi með skoðanir eða spurningar sem honum liði illa með því að svara. Björn Ingi er að sína það enn og aftur að hann getur ekki tekið mótlæti, þegar hann var í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í Borgarstjórn og óþægilegar spurningar fóru að herja á hann þá var jú auðveldasta leiðin að skríða undir sæng minni hlutans og fá vorkunn frá þeim og vera þá kominn í guðatölu. Svo núna þegar óþægilegar spurningar koma frá flokksfélögum hans þá er jú besta leiðin til að hætta að vinna fyrir Framsóknarflokkinn.
Ég held að Björn Ingi eigi að hætta í pólitík og fara að snúa sér að einhverju öðru "Hans tími er búinn"
Björn Ingi úr Framsóknarflokki? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.1.2008 | 01:14
Dans, dans, dans og aftur dans.
Jæja nú er dansinn kominn á fullt hjá peyjunum eftir jólin. N.k. sunnudag verður haldin Reykjavík International danskeppni í Laugardalshöllinni. Nú verður fjör að sjá hvernig pörin koma undan jólafríinu en þau hafa verið að æfa af kappi undanfarna daga og m.a. verið í einkatímum hjá Adam og Karen Reeves sem voru t.d. heimsmeistarar í 10 og 10 dönsum.
Einnig styttist í Kaupmannarhafnar keppnina en hún hefst 15. febrúar, mikil spennar er komin í peyjana fyrir þá keppni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2007 | 20:59
Áramótakveðja
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)