Frjálslyndir og Sjálfstæðismenn í eina sæng.

Þetta verður hið besta mál, það verður örugglega einhver sáttmáli hjá þessum meirihluta ekki bara óstjórn með hverja höndina upp á móti annarri.   Það eina hættulega er kanski Gísli Marteinn en við skulum vona að hann hafi lært eitthvað af fyrri mistökum og sprengi ekki þennan meirihluta líka.

Það er þó gott við að Frjálslyndir séu í meirihluta er að þá fer Reykjavíkurflugvöllur ekki fet og þá getur nýr meirihluti unnið með Samgönguráðherra að uppbyggingu Reykjavíkurflugvallar, byggja nýja Samgöngumiðstöð og fullt af nýjum flugskýlum.  Svo má auðvitað kaupa spilduna af Háskólanum í Reykjavík og afhenda t.d. Landhelgisgæslunni það eða að hafa Samgöngumiðstöðina þar. 

Já ætli þetta verði ekki bara hið besta mál fyrir þá sem vilja byggja Vatnsmýrina upp sem flugvallarsvæði.


mbl.is Nýr meirihluti í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega þetta hef ég alltaf sagt um ykkur hollvini Reykjavíkurflugvallar . Hjá ykkur snýst þessi flugvöllur ekki um sjúkraflug eða áætlunarflug við landsbyggðina eins og þið hamrið svo oft á , heldur að byggja fleiri dótakassa fyrir fínu leikföngin ykkar á besta byggingarsvæði á höfuðborgarsvæðinu.

Binni (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 21:29

2 Smámynd: Valur Stefánsson

Binni að sjálfsögðu snýst þetta um að halda sjúkrafluginu í borginni og við vitum það öll að ef flugvöllurinn fer úr Vatnsmýrinni þá er á hreinu að innanlandsflugið leggst af, nema kanski verður eitthvað ríkisstyrkt flug á Ísafjörð.

 Það sem við höfum verið að reyna fá er að byggja fleiri skýli á flugvallarsvæðinu, það hefur ekki fengist byggingarleyfi þarna í 20-30 ár, ég sæji t.d. hestamenn í anda ef þeir fengju ekki að byggja ný hesthús í 20-30 ár.

Því miður höfum við lent sem bitbein milli ríkis og borgar en nú er spurning hvort eitthvað gerist sem ég hef að vísu litla trú á svona á meðan Gísli Marteinn og Hanna Birna eru í borgarstjórnar meirihlutanum, því þau eru ekki á því að hafa hann þarna.

Svo er nú gott fyrir ykkur sjóarana sem róið frá Eyjum og búið í höfuðborginni að hafa völlinn.

Valur Stefánsson, 22.1.2008 kl. 00:22

3 identicon

Nýr meirihluti getur ekkert gert í Vatnsmýrinni, hvorki flutt þennan blessaða völl eða byggt hann upp. Því nú fer allur kostnaður í að greiða þremur borgarstjórum laun út kjörtímabilið.

Hvað er svona gott við að Frjálslyndir séu í meirihluta?  það þarf ekki nema að þessi "flensa" sem "Frjálslyndi-Óli"  fékk blossi upp aftur og þá er þessi meirihluti sprunginn líka,

Varðandi gæsluna þá þarf hún ekkert meira svæði í mýrinni, því það ætti ekki að vera nema lítill hluti hennar þar, hluti á Keflavíkurflugvelli og svo að staðsetja þyrlu á Norður og Austurlandi, þá getum við virkilega séð að þessum aðilium sé annt um líf allra landsmanna, ekki bara ákveðinns ráðherra sem vill vera með "Gogga" í byssó.

Sáttmálinn er einfaldur, Sjálfstæðismenn vilja frekar hafa "sjúkling" í borgarstjóra-stólnum heldur en lækni, því hann er líkari þeim innan-frá.

En ég get allveg sagt ykkur það strákar að Villi sest ekki í þennan stól á Eftir Ólafi, því þessi meirihluti á eftir að springa eina ferðina enn áður en kjörtímabilið er á enda, en svona viljið þið "fólkið á mölinni" hafa þetta og óska ég ykkur innilega til hamingju með þennan nýja meiri-minni-hluta.

þangað til næst, blessssss.  Össi.

Össi (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 10:55

4 identicon

Ég get ekki séð að þessi nýji meirihluti sé sammála því að hafa völlinn í Vatnsmýrinni þeir segja bara að hann verði ekki fluttur á kjörtímabilinu og enginn ákvörðun tekin fyrr en búið er að skoða alla kosti í stöðunni. Þarn hefur ekkert breyst . Ég held að það væri best fyrir ykkur hollvinina að sætta ykkur strax við að flugvöllurinn fari og þið fáið þá  kanski að hafa eitthvað með það að segja hvert hann fer. Villi vammlausi hefur aldrei verið ykkar maður í þessum málum. Sjálfum er mér alveg skít sama hvort ég tek flug frá Hólmsheiði eða Lönguskerjum ef ég tek flugið til eyja.

kv. Binni

Binni (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 11:23

5 Smámynd: Valur Stefánsson

Strákar!

Það versta sem hefur verið fyrir okkur flugmenn er þessi ósamstaða ríkis og borgar.  Mér er í sjálfu sér sama þó völlurinn fari, við viljum þá bara hafa eitthvað um það að segja hvert hann fer, en því miður þá fáum við það ekki.  Hólmsheiðin er alveg út úr korti þar sem það svæði er allt of hátt fyrir það fyrsta, í öðru er að þetta er hluti af vatnsverndarsvæði og þriðja þá kæmi aðflugið frá norðri yfir Esjuna og aðflugið frá suðri yfir Bláfjöllin.  Þetta sýnir bara að Löngusker er eini kosturinn fyrir utan Vatnsmýrina en því miður þá er það allt of dýrt dæmi þar sem Háskólarnir fá meirihluta Vatnsmýrarinnar og þurfa ekki að greiða krónu fyrir hana.

En Össi ef gæslan flyst til KEF þá myndi það hafa afdrífaríkar afleyðingar í för með sér þar sem flugtími lengist til muna og hefur mikið að segja með langdrægni þyrlnanna.  Völlurinn verður að vera nálægt hátæknisjúkrahúsinu til að geta notað áfram vængjaðar flugvélar í sjúkraflug þar sem þyrlur eru mun hæg fleygari og fljúga ekki upp fyrir veður eins og flugvélarnar eins og Svandís Svavarsdóttir hefur fengið að kynnast .  Ég er þó sammála þér með að hafa þyrlur á fleiri stöðum en bara á s-v horninu og hef ég ekki trú á öðru en að það verði, við íslendingar höfum bara átt mjög fáa þyrluflugmenn en sem betur fer hefur þeim farið fjölgandi ásamt fleiri þyrlum sem er frábært.

En ef völlurinn fer úr Vatnsmýrinni til Keflavíkur sem því miður að ég held að verði útkoman í þessu öllu þrátt fyrir önnur loforð pólitíkusa þá leggst allt innanlandsflug af nema ef vera skyldi eitthvað ríkissstyrkt flug til vestfjarða, en allt annað myndi leggjast niður.

En þetta röfl í mér að vilja hafa völlinn þar sem hann er, er bara vegna þess að það er ódýrast þegar upp er staðið.

Valur Stefánsson, 23.1.2008 kl. 08:56

6 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sælir bræður, var ekkert jólaboð í fjölskyldunni hjá ykkur um síðustu jól eða hvað? svona þras myndum við Halldór bróðir þrasa fyrir framan mömmu, það er fjör. Kær kveðja á þakkagjörðahátíð í Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 24.1.2008 kl. 23:33

7 identicon

Sæll Helgi.

Nei það var ekkert jólaboð, hver í sínu horni en ég tek hann Val bróðir í karphúsið og lem hressilega á honum á þorrablótinu sem við höldum þegar ég kem í land.

kv. Binni

Binni (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 00:45

8 Smámynd: Valur Stefánsson

Sæll Helgi.

Svona er bræðralagið, ég hef aldrei haft þá með mér þessa andskota, ætli það sé ekki vegna þess að maður fór aldrei til sjós. Svo eru þeir eins og 101 gemlingarnir í höfuðborginni, halda að Reykjavíkin ætti að vera án flugvallar, af því að ég er að leika mér að fljúga þá halda þeir að völlurinn sé bara fyrir okkur hobbíistana

En það verður greinilega fjör á þorrablótinu hjá Binna, Össi Akureyringur er líka búinn að melda sig á svæðið.

kv. Valli

Valur Stefánsson, 25.1.2008 kl. 18:18

9 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sælir bræður, lífið væri ekki skemmtilegt ef við hefðum allir sömu skoðun á hlutunum, já það væri gaman að vera fluga á vegg í þorrablóti hjá Gerðispeyjum. Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 25.1.2008 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband