Færsluflokkur: Bloggar
29.12.2007 | 10:30
Alltaf leiðinlegt
Já flugóhöppin eru alltaf leiðinleg en þó er það betra þegar ekki verða slys á fólki. Ég vona að vélin TF-RLR bjargist áður en veðrið versnar því þetta er skemmtileg vél. Að lenda á ísilögðu vatni held ég að sé frábært, það er eitthvað sem ég á enn eftir að prófa. Læt hér fylgja með myndir sem einmitt voru teknar á Úlfsvatni fyrir tveimur árum.
Á bls. 2 í Morgunblaðinu í dag er frétt um þetta flugóhapp og þar stendur ranglega "Engan sakaði þegar heins hreyfils flugvél af gerðinni TF-RLR hlekktist á á Úlfsvatni" Flugvélin er af gerðinni Cessna Hawk XP en ber einkennisstafina TF-RLR.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.12.2007 | 10:07
Styrkjum Björgunarsveitirnar
Nú er komið að því að kaupa flugeldana fyrir gamlárskvöldið, mér finnst það vera skylirði hvers og eins að styðja við bakið á Björgunarsveitunum í landinu, þeir hafa stutt vel við okkur hin og brugðist skjótt við þegar okkur hefur vantað aðstoð þeirra. Milli 70 og 80% fjármagns sveitanna koma í gegnum flugeldasöluna og verðum við að beina kaupum okkar til þeirra.
Hjálparsveit Skáta skaffar dótið!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2007 | 01:19
Sjúkraflug
Þetta er hreint út sagt frábær viðbragðstími hjá þeim Mýflugs mönnum, aðeins 34 mínútur frá því kallið kemur og þeir lenntir á Húsavík. En að hugsa sér enn eitt met árið í sjúkraflugi á Íslandi og til stendur að leggja Reykjavíkurflugvöll niður.
En þrátt fyrir öll þessi sjúkraflug þ.e.a.s. 481 það sem af er þessu ári þá skulum við vona að ekki þurfi að ræsa flugmennina út yfir jólahátíðarnar.
Gleðileg Jól!
VS
Erill í sjúkraflugi undanfarna daga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.12.2007 | 01:07
Jólakveðja
Sendi öllum vinum, ættingjum mínar bestu óskir um Gleðilega Jólahátíð.
Valur
p.s. svona getur farið illa fyrir Sveinka ef hann passar sig ekki í hreindýrasleðanum sínum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2007 | 16:00
Gulli úlnliðsbrotinn
Gulli var ásamt vini sínum og fyrrverandi dansdömu henni Ólöfu Rún að skreyta í skólastofunni þeirra er einn bekkjarfélaginn kom og hrinti honum niður úr glugganum þar sem hann var að setja upp jólaseríu. Gulli rak löppina utan í og skarst á tá og úlnliðsbrotnaði þegar hann lenti á gólfinu. Þetta er hræðilegt fyrir hann að lenda í þessu svona rétt fyrir jól og líka rétt áður en fyrrverandi heimsmeistarar í samkvæmisdansi þau Karen og Adam Reeves koma hingað til lands en Gulli átti einmitt tíma hjá þeim um jólin. Svo er danskeppni hér heima um miðjan janúar og vonandi getur hann keppt í því móti. Aumingja drengurinn sem gerir honum þetta þarf bara mikla aðstoð og því fyrr því betra þar sem ekki er gott að fara með svona hugsunar og framkvæmdar hátt inn á unglingsárin.
Gulli á slysó í morgun.
Bloggar | Breytt 18.12.2007 kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2007 | 01:14
Herjólfur enn á ferðinni í kolvitlausu veðri
Í fyrri nótt var Herjólfur ekki kominn til Eyja fyrr en 02:45 og sama verður örugglega í nótt.
Eins og fyrir tveimur dögum síðan þá var búið að spá þessu veðri. Nú eru 25 farþegar og 15 bílar um borð í Herjólfi og hann verður rúmum þremur tímum á eftir áætlun. Það er örugglega svakaleg framlegð út úr þessari ferð. Hefði ekki verið nær að hafa skipið bundið við bryggju og aflýsa ferðinni eða hreinlega bíða veðrið af sér. En aumyngja fólkið sem er þarna um borð í þessum veltingi.
Þrátt fyrir að Eyjamenn þurfi að stóla sig á Herjólf þá ættu skipstjórnarmenn skipsins ekki að vera með neina hetjudáð.
vs
Herjólfi miðar hægt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.12.2007 | 16:49
Jóladansinn
Á sunnudaginn var 09. des var haldin jólaskemmtun Dansdeildar ÍR. Þetta var hin mesta skemmtun og eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan þá höfðu tvíbbarnir mikið gaman af þessu. Það er frábært að sjá hve vel þau Gulli og María eru að smella saman en þrátt fyrir stuttan tíma sem þau hafa dansað saman.
Hér eru Gulli og María í Jive.
Hér er svo ein af gröllurunum, Vali Pálma og Guðlaugi Agnari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2007 | 00:59
Af hverju fór Herjólfur seinni ferðina í dag?
Ég var að sjá á www.eyjafrettir.is að kl. 23:40 hefði Herjólfur verið staddur 14 sjm. undan Vestmannaeyjum og að skipið nái ekki landi fyrr en um kl. 02 í nótt. Vindhraðinn á Stórhöfða var 32 mtr kl. 23 í kvöld og gustaði í 44 mtr.
Nú var búið að spá þessu veðri og þá getur maður ekki annað en spurt sig af því hver taki þá ákvörðun að láta skipið sigla í þessu veðri?
Ljósm: www.eyjafrettir.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2007 | 00:34
Sjúkraflug
Þetta er eingin smá aukning á 10 árum, 77 flug árið 1997 og 452 flug það sem af er þessu ári í sjúkraflugi frá Akureyri. Í þessum 452 flugferðum hafa verið fluttir 490 sjúklingar, þetta sýnir svart á hvítu hve nauðsynlegur Reykjavíkurflugvöllur er fyrir landsbyggðina. Hvert ætla menn að fljúga með þessa sjúklinga ef völlurinn hverfur úr Vatnsmýrinni? Verður þá bara ekki Hátæknisjúkrahúsið byggt í Reykjanesbæ?
Ég hef marg oft tjáð mig um veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni og get haldið lengi áfram. Hvað ætla menn að gera ef eldsumbrot verða á Reykjanessakaganum? Er þá ekki betra að hafa völlinn í Vatnsmýrinni heldur en að vera búinn að flytja hann suður með sjó? Hefði einhver viljað Eyjamönnum það að hafa ekki haft flugvöll þegar eldsumbrotin urðu 1973?
Á meðan stjórnsýslan og aðal sjúkrahúsin eru í höfuðborginni þá er okkur skylt að hafa þar flugvöll líka.
Ég ætla að gera pásu á flugvallar skrifum en segi eins og Marteinn Mosdal "ég kem alltaf aftur"
Megið þið eiga góða og ánægjulega aðventu kæru vinir.
Mikil aukning í sjúkraflugi á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2007 | 21:59
Dansinn dunaði á Broadway í dag.
Við fórum á jóladansinn á Broadway í dag en tvíburarnir okkar þeir Gulli og Valur tóku þátt í danssýningu og keppni ásamt dans dömunum sínum þeim Maríu og Natalíu Lind. Hóp atriðið þeirra Savaoy sló alveg í gegn og var lang flottasta atriðið í dag. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá deginum. Dansinn er frábær íþrótt og alveg satt sem sr. Jóna Hrönn Bolladóttir sagði í fréttunum í kvöld að þetta væri ein besta forvörn fyrir krakka í dag.
Oliver með Anítu Lóu í byrjun atriðsins.
Þarna er Gulli okkar lengst til hægri með dans dömuna sína hana Maríu Rose.
Ekkert smá tjútt í gangi hjá krökkunum.
Þarna er Valur okkar fyrir miðju með dans dömunni sinni henni Natalíu Lind.
Ótrúlega flott Savoy sýning hjá Dansdeild ÍR
Glæsileg ending á flottu atriði.
Set seinna inn myndir af danskeppninni sjálfri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)