Færsluflokkur: Bloggar
25.11.2007 | 21:20
Snorri Sturluson VE-28
Ég kíkti á bryggjuna hér í höfuðborginni í dag en þá voru þeir á Snorra Sturlusyni VE að gera klárt til veiða en það er stóri bróðir Binni afleysinga skipstjóri og er hér mynd af þeim feðgum Binna og Hilmari Þór sem var að skoða skipið hans pabba sins.
Svo er hér ein af Snorranum þegar hann siglir út.
Mátti til með að bæta við einni sem ég fékk á heimasíðu Snorra Sturlusonar VE-28
Eins og sjá má á þessari mynd þá var smá bræla.
Mynd: www.blog.central.is/sturlungar
Bloggar | Breytt 4.12.2007 kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2007 | 11:43
Danssýning á Broadway í dag.
Jæja nú eiga peyjarnir að fara sýna og keppa í samkvæmisdönsum á Broadway í dag, ég skrapp á æfingu hjá þeim í gær þar sem verið var að fara yfir hóp sýningar atriðið og var það alveg meiriháttar, atriðið heitir Savoy og er svona tjútt atriði frá stríðs árunum, frábær hugmynd frá dagnskennurunum að heimfæra þetta. Ég er svakalega stolltur af peyjunum hvað þeir eru orðnir frambærilegir dansherrar því þetta er sko alls ekki auðveldasta íþrótt sem hægt er að stunda, svo er hann nafni minn líka hjartveikur en keppir samt alveg á fullu alveg últra peyji þar á ferðinni.
Vonandi nenni ég að blogga um sýninguna og keppnina í kvöld og skella kanski inn nokkrum myndum í leiðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2007 | 15:39
Erfiður dagur í gær
Föstudagurinn 23. nóvember var einn sá erfiðasti dagur sem ég hef upp lifað, en þá var hann Ási vinur minn og frændi jarðsettur. Ási hefði orðið 42. ára núna 14. desember. Börnin hans þau Kristófer og Viktoría höfðu skreytt kisstuna hans svo fallega með origami fuglum og sagði sr. Bjarni að hann hefði aldrei séð eins fallega kisstu. Eins og mig kveið fyrir athöfninni þá gerði sr. Bjarni hana eins þægilega fyrir alla og hægt var, hann er alveg einstakur prestur. Að hugsa sér að svo ungur maður sé kallaður frá konu sinni og þremur börnum, fjölskyldan tiltölulega ný komin heim frá námi í Danmörku hann hann kominn í framtíðarstarf hjá Kone lyftum.
Ási var tvíburi og voru þeir Binni svakalega líkir, eða bara alveg eins og mjög nánir. Í erfðadrykkjunni vorum við látin skrifa minningarbrot um Ása á blað sem sett var í körfu. Fanst mér þetta mjög sniðugt því þá fá krakkarnir hans þegar fram líða stundir að heyra sögur af pabba sínum.
Jæja nú er bara að láta kerti loga til minningar um góðan frænda, vin og félaga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2007 | 18:14
TF-JMH sögufræg flugvél
Flugvél með skráningarnúmer 100 á Íslandi er TF-JMH en hún er af gerðinni Piper Apache árgerð 1957. Þessi vél var keypt til landsins árið 1959 af Tryggva Helgasyni á Akureyri og Rauðakrossinum en vélin var notuð í sjúkraflug fyrstu árin. Seinna var vélin notuð í síldarleitarflug við strendur landsins og var m.a. síðasta vélin sem notuð var í slík flug. Margir landsþekktir flugmenn flugu henni m.a. Arngrímur Jóhannsson f.v. flugstjóri, Kristján Árnason f.v. flugstjóri o.fl. Árið 1989 keyptu Höður Guðlaugsson, Guðmundur Þ. Björnsson og Guðmundur Sigurbergsson vélina og komu henni í flughæft stand aftur en fyrir tveimur árum var hún seld aftur til Akureyrar og er nú í eigu Magnúsar Þorsteinssonar sem búinn er að láta taka hana alla í gegn að innan og er hún eins og ný í dag.
Það er nauðsynlegt fyrir flugsögu okkar Íslendinga að eiga svona fljúgandi safngripi því hræðilegt er að hugsa til þess að við eigum hvorki Grumman né Catalínu flugbáta sem þjónuðu okkur svo vel.
Þó svo að ég hafi tekið fjöldan allan af myndum af TF-JMH þá ætla ég samt að láta fylgja með mynd sem Baldur Sveinsson tók af henni á þessu ári yfir heimabæ JMH Akureyri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2007 | 17:52
Sjúkraflug í Vestmannaeyjum
Eftir að Flugstoðir ohf. og Samgönguráðuneytið gerðu með sér samning um flugturnsþjónustu í Vestmannaeyjum þá er völlurinn þar lokaður milli 19:00 - 07:30 og þar af leiðandi fyrir sjúkraflug líka. Þetta er algjörlega óviðunandi fyrir bæjarfélag eins og Vestmannaeyjar lágmarkið er að hafa bakvakt sem hægt er að kalla út ef um sjúkraflug er að ræða.
Á undanförnum árum hafa verið hátt í 100 sjúkraflug frá Eyjum á ári, er mönnum virkilega alveg sama um þetta mál? Að sjálfsögðu á að vera tilbúin sjúkravél í Eyjum allan sólarhringinn allt árið um kring, svo er að sjálfsögðu spurning um hver á að gera þessa vél út eða á að bjóða rekstur hennar út eins og verið hefur undanfarin ár?
Eyjamönnum hefur alltaf verið mjög annt um öryggi íbúa sinna enda voru þeir frumkvöðlar þegar fyrsti Þór var keyptur til að sinna öryggi sjómanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.11.2007 | 00:47
Flug
Jæja ég gat farið að fljúga í síðustu viku en þá skruppum við á TF-NEW austur í Múlakot að sækja N3294P sem er Piper Apache árgerð 1957 og koma henni í bæinn. Túrinn var góður þrátt fyrir vestan 20-25kts þegar við fórum í loftið frá RK. en þegar við komum austur í kotið þá var blanka logn þar.
N3294P Piper Apache Geronimo árg. 1957
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2007 | 15:44
Ómar Ragnarsson og flugvallarmál
Ómar Ragnarsson skrifar góðan pistil á heimasíðu sinni um varaflugvelli fyrir KEF. Ég vil hvetja menn til að kíkja á skrif Ómars því eins og hann segir þá er ekki hægt að byggja varavöll við Bakka í Landeyjum því veðrið þar sé eins og í Keflavík en Reykjavíkurflugvöllur hefur Reykjanesfjallgarðinn til að skýla sér.
http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/360052/#comments
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2007 | 10:45
Vélin lækkaði sig ekki sjálf!!
Flugvélar geta að vísu hækkað og lækkað flug eftir því hvort uppstreymi eða niðurstreymi sé. En í þessu tilfelli þá lækkuðu flugmennirnir sjálfir hæð vélarinnar um 6000 fet. Blaðamenn þurfa stundum að róa sig með svona æsifréttar fyrirsögnum.
Vélin lækkaði sig um 2.000 metra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2007 | 11:02
Jæja Dans vertíðin er byrjuð hjá peyjunum.
Jæja nú tóku þeir tvíburarnir okkar Gulli og Valur þátt í fyrsta dansmóti vetrarins en það var Lotto mótið sem Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar stóð að. Valur Pálmi og Natalía kepptu í unglingar 1K og stóðu sig vel, Valur er farinn að sýna hendurnar vel og farinn að brosa þrátt fyrir að vera ný kominn með spangir.
Gulli og María voru að taka þátt í sínu fyrsta móti saman en María hefur meira að segja aldrei keppt fyrr og það sem meira er að þau tóku þátt í Unglingar 1F sem er að keppa með frjálsri aðferð og með keppendur þeirra bara hákarlar en þau stóðu sig vel í djúpu lauginni þó svo að vera í neðsta sætinu þá var frábært að sjá þau.
En frábær árangur hjá danspörum ÍR þið stóðuð ykkur eins og hetjur.
Næsta mót er svo Jólamótið á Broadway og svo er auðvitað undirbúningur á fullu fyrir alþjóðlegt mót í Kaupmannahöfn í febrúar n.k. en peyjarnir hafa tvívegis farið út áður, bæði til Blackpool á Englandi og Tralee á Írlandi.
Ég ætla að setja nokkrar myndir af keppni gærdagsins inn í albúmið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2007 | 22:39
Ósanngirni
Mikið getur maður verið ósáttur við þann æðsta þarna uppi stundum. Góður vinur minn og ná frændi aðeins 41 árs liggur nú á líknardeild Landspítalans og bíður eftir sinni hinstu hvílu. Að svo ungur og hraustur maður skuli hrinja svona niður á aðeins tveimur mánuðum er gjörsamlega óskiljanlegt. Ég veit full vel að við þessu er ekkert að gera en maður getur samt verið bitur, sérstaklega þegar maður hugsar til barnanna og eiginkonunnar sem er búinn að standa eins og klettur við hlið hans.
En nú er bara að kveikja á kertum og fara með bænirnar sem Guð kenndi okkur.
Gangið á Guðs vegum elskurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)