Færsluflokkur: Bloggar

Dr. Dagur ætlar ekki að vera með persónuleg tengsl við borgarbúa.

Samkv. 24 í dag þá ætlar Dr. Dagur að fækka viðtalstímum sem borgarbúum stendur til boða úr 8 í 4 á viku.  Villi fjölgaði þeim í 8 en nú ætlar s.s. Dr. Dagur að fækka þeim aftur og segir Guðmundur Steingríms aðstoðar maður Dr. Dags að það eigi að nota netið meira í því að hafa samband við borgarstjóra.  Þetta verður svona ó persónulegt enda þarf þá Dr. Dagur ekki að horfa framan í borgarbúa þegar hann talar við þá Frown.

Svona er lífið í borginni í dag.


Nýjar myndir

Ég var að setja nokkrar nýjar eða nýjar / gamlar myndir á síðuna.  Þetta eru myndir frá gamla húsinu okkar að Gerðisbraut 3 í Vestmannaeyjum bæði hvernig það leit út fyrir gos og eftir gos.  Einnig má sjá Gerði hvernig það var gjörsamlega á kafi .

Svo eru þrjár myndir sem frændi minn Stefán Þór Tryggvason tók af Halkion VE-205 þegar hann var að landa loðnu í miðju gosinu 24. febrúar ´73.  Pabbi og peyjarnir hans á Halkion köstuðu tvisvar út af Alviðru (Álftaveri) og fengu 237 tonn og fóru með það til Eyja en þá var búið að setja bræðsluna í gang vegna þess að Þórkatla GK úr Grindavík kom biluð inn til Eyja og var ákveðið að landa úr bátnum og setja bræðsluna í gang.


Margrét Sverrisdóttir og Reykjavíkurflugvöllur

Margrét Sverrisdóttir segir í viðtali við Fréttablaðið í gær "Við þurfum að slökkva þá elda sem brenna heitast" þegar hún var spurð um framtíð Reykjavíkurflugvallar og samgöngumiðstöðina.  Átti hún þá við að mál Orkuveitunnar gangi fyrir hjá hinum nýja meirihluta.  Þó segir hún neðar í viðtalinu "En ég vil hafa flugvöllinn í Reykjavík, það er búið að tryggja að hann verði í Vatnsmýrinni til 2016, þannig að ég sé ekki að það verði gerðar neinar grundvallarbreytingar á þessu kjörtímabili,".  Svo voru orð Margrétar.  Ef hún heldur virkilega að það verði engar grundvallar breytingar með dr. Dag sem borgarstjóra þá hugsar hún skammt, en það er bara í takt við aðra í nýrri borgarstjórn því ég get ekki séð annað en þeir hugsi fyrir daginn í dag og ekkert til framtíðar fyrir okkur sem búum í þessari borg óttans.

Eiga að fá dóm!

Þeir sem eru svo foráttu vitlausir að aka undir áhrifum áfengis og eða vímuefna eiga hikstalaust að fá dóm "tilraun til manndráps af gáleysi".  Þetta er nefnilega ekkert annað, þessir aðilar eru ekki að hugsa um neitt annað en rassgatið á sjálfum sér.

Ég verð alltaf jafn reiður þegar ég sé svona fréttir. Angry


mbl.is Fimmtán ára ökumaður á felgunni á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr meirihluti og flugvöllurinn

Jæja nú ætlar Dagur að fara á fund Kristjáns L. Möller og ræða skipulagsmál og m.a. veru flugvallarins.  Dagur vill eindregið fá völlinn í burtu, Björn Ingi vill fá hann út á Löngusker og Ólafur F. Magnússon vill hafa hann um kyrrt þar sem hann er.  Hvernig ætlar nýr meirihluti að vinna þetta mál, er þessi meirihluti ekki steindauður strax í byrjun? 

Kristján L. Möller er nú landsbyggðarmaður og ætti að bera hag flugvallarins fyrir brjósti sér, hér er höfuðborgin með alla sína þjónustu, hér er fullkomnasta sjúkrahús landsins með öllu sínu frábæra starfsfólki, hér er starfsstöð Landhelgisgæslunnar með sína stórkostlegu þyrlusveit.  Ég er alveg viss um að ráðherra samgöngumála vill alls ekki flytja flugvöllinn heldur efla hann í sessi.

Þetta mál er rétt að byrja enn einu sinni.


mbl.is Dagur: Við Kristján Möller þurfum að hittast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki mér að kenna segir Bingi litli

Aftur og aftur reynir Björn Ingi að koma allri sök á Sjálfstæðismenn, hefur þessi drengur hvorki þroska né þor í að koma hreint og beint fram? Devil
mbl.is Björn Ingi: Þreifingar fóru fram af hálfu sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alfreð og puttarnir hans

Það var skondið að sjá á forsíðu mbl í dag að Alfreð Þorsteinsson væri á bakvið slit f.v. meirihluta í borgarstjórn.  Alfreð er jú ný búinn að missa spón úr aski sínum eftir að Guðlaugur Þór heilbrigðisráðherra henti honum út sem forsvarsmann vegna byggingu Hátæknisjúkrahússins.  Þetta sýnir hefnigirni Alfreðs sem ekki getur sætt sig við að ferill hans sem stjórnmálamanns er löngu liðinn enda liggur ekkert eftir hann.  

Björn Ingi hefur ekki komið með neina ástæðu fyrir þessum gjörningi sínum nema þá helst að það sé vegna ósættis í röðum borgarstjórnarhluta Sjálfstæðismanna.  Þvílíkur barnaskapur að geta ekki komið hreint og beint fram.  Ef þetta er ástæðan þá á Björn Ingi að finna sér annan starfs vettvang annars sveiflast hann um eins og lauf í vindi. 

En ef við skoðum þetta frá hinni hliðinni að Guðlaugur Þór eigi nú smá sök vegna þess að hann henti Alfreð út að þá hefur vinur hans Gísli Marteinn ekki hjálpað til heldur, hann hefur verið of upptekinn af því að grafa skurð undir Villa til að fella hann ofan í en gerði sér ekki grein fyrir því að hann féll í sama skurðinn.  Gísli Marteinn verður kanski einhvern daginn ágætis politíkus en dagur hans er hvergi nærri kominn, hann átti frekar að fylgja foringja sínum í borgarstjórn bæði með OR málið og líka svo flugvallarmálið en þar voru þeir á öndverðum meiði.  Ætli Gísli Marteinn sé of upptekinn af því að byggja sér sinn minnisvarða eins og ráðhúsið er Dabba?

En nú eftir þessar breytingar, hver ætli verði næsta borgarstjóraefni Sjálfstæðismanna?  Er það ekki bara Hanna Birna Kristjánsdóttir?


Nýr meirihluti í Borgarstjórn Reykjavíkur

Jæja nú er dr. Dagur orðinn Borgarstjóri Reykjavíkur.  Miðað við hvernig hann lét í ræðustól í borgarstjórn þá er mér strax farið að kvíða fyrir framhaldinu, þetta á eftir að verða einhver svakalegur sirkus þetta samstarf Samfylkingar, Vinstri Grænna, Framsóknar og Frjálslindra eða Íslandshreyfingarinnar.   En nú er þetta orðið að veruleika að samtíningurinn er kominn með meirihluta. 

Í þessari atburðarrás þá sýnir Björn Ingi sitt rétta andlit, á blaðamannafundinum segir hann að honum hafi fundist það umtal sem Vilhjálmur hafi fengið óvægið en svo stingur hann Vilhjálm í bakið með þessum orðum.   

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband