Múlakot Fly-In

Jæja þá er Flugkoman í Múlakoti yfirstaðin eitt árið enn, við fjölskyldan höfum verið þarna frá því 1990 nema ´95 sem við urðum að sleppa úr.  Þáttakan í ár var mjög góð en 22 flugvélar voru komnar strax á föstudagskvöldið og voru hátt í 50 vélar sem komu alla helgina, veðrið hefði mátt vera betra en leiðindar skyggni og súld var í grennd þannig að vélar áttu erfitt með að koma og fara en ótrúlegt er hve bjart er oft yfir Múlakoti en svo horfir maður inn í Þórsmörk þar sem er rigning svo líka niður við strönd og út á Hvolsvelli.   En við skemmtum okkur konunglega og tók ég m.a. þátt í TM Lendingakeppninni þó svo að maður hafi ekki verið á verðlaunapalli en ég óska þeim Snorra, Guðna og Jóa til hamingju með fyrstu þrjú sætin.

fie 035 

Hér er hann Guðni að taka þátt í keppninni en hann var í öðru sæti.

fie 114

Smá þoku suddi yfir svæðinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Valur takk fyrir síðast og skemmtilega flugferð . Maður stefnir á að mæta á næsta ári, það er gaman að vera inni í Fljótshlíð á þessum tíma, við erum búin að panta pláss næsta sumar fyrir Fellihýsið á lóðinni hjá Sigga og Sissu .

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 7.8.2008 kl. 22:41

2 Smámynd: gudni.is

Bestu þakkir Valur fyrir samveruna og góðar stundir í Múlakoti um liðna helgi.

Flugkveðja, Guðni TF-ULV

gudni.is, 8.8.2008 kl. 04:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband