Fýlaveiði

Við feðgar skruppum í Fýlaveiði í gær austur í Mýrdal þó svo að fyrstu fuglarnir hafi verið teknir undir Eyjafjöllunum.  Fengum tæplega 30 stk. og voru þeir teknir vítt og breytt um Mýrdalinn þó mest við Klifanda og Steig, fórum svo með fenginn að Presthúsum þar sem Hrefna og Einar verka þetta fyrir okkur. 

ag 001

Hér eru tvíbbarnir með fyrstu 3 fuglana sem teknir voru undir Eyjafjöllum.

Það er nú ekki mikið um Fýlatöku í Mýrdalnum lengur en okkur finnst þetta ómissandi viðburður svo er þetta bara svo gott saltaður Fýll.


Silfurdrengirnir komnir heim.

Já það var gaman að sjá þá fljúga yfir borgina og svo lowpassið sem capteinninn á Flugleiða vélinni tók var bara meiriháttar eins og myndin sýnir en þessar tvær myndir tók Valur jr.   Þess má geta að Bjarni Frostason f.v. handbolta markmaður var capteinn á Boeing 757 vél Flugleiða Smile

ag 030 copy

ag 114 copy


"Strákarnir okkar" koma heim á morgun.

Nú koma silfur drengirnir heim á morgun eftir frábæran árangur í Kína.  Ég heyrði í dag að þeir komi til með að lenda á hinum umdeilda Reykjavíkurflugvelli og fái fylgd góðra véla yfir Reykjavíkurflugvöll en áætlaður lendingatími er 16:30

Hvet borgarbúa til að taka á móti silfur drengjunum.Smile


Borgarstjórn sem vinnur gegn meirihluta borgarbúa!

Nú hefur hver skoðanakönnunin á eftir annarri sýnt fram á að um 60% borgarbúa vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni, þess vegna skil ég ekki hvers vegna borgarstjórn hlustar ekki á borgarbúa.  Nú ætlar ný borgarstjórn að láta byggja upp að flugvallarstæðinu, er ekki allt í lagi með þetta fólk.  Það á alls ekki að leyfa frekari byggingar að flugvallarstæðinu.

Ég hef nú aldrei verið sammála VG en styð þau í Skagafirðinum heils hugar í þessu máli.

101 Reykjavík er ekki eina póstnúmerið í höfuðborginni, við hin höfum líka atkvæðisrétt!!

Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni svo Reykjavík geti enn verið höfuðborg landsins.


mbl.is VG í Skagafirði mótmælir flutningi Reykjavíkurflugvallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiskidagurinn mikli á Dalvík.

Við hjónin og tvíbbarnir ásamt hundunum skruppum á Fiskidaginn mikla á Dalvík, þetta var hin mesta skemmtun og sáum við eina flottustu flugeldasýningu sem við höfum séð.  Hittum marga góða vini, kíktum á hótelstýruna á Dalvík o.fl.   Á föstudagskvöldinu var að sjálfsögðu rölt á milli húsa og fengin fiskisúpa sem er hreint út sagt ómissandi á þessari helgi.  Á eftir að setja inn myndir frá helginni en þær koma síðar.

Ég hvet þá sem ekki hafa heimsótt Fiskidaginn mikla á Dalvík að kíkja á næsta ári, þetta er bara meiriháttar fjölskylduhátíð.

 vs


Múlakot Fly-In

Jæja þá er Flugkoman í Múlakoti yfirstaðin eitt árið enn, við fjölskyldan höfum verið þarna frá því 1990 nema ´95 sem við urðum að sleppa úr.  Þáttakan í ár var mjög góð en 22 flugvélar voru komnar strax á föstudagskvöldið og voru hátt í 50 vélar sem komu alla helgina, veðrið hefði mátt vera betra en leiðindar skyggni og súld var í grennd þannig að vélar áttu erfitt með að koma og fara en ótrúlegt er hve bjart er oft yfir Múlakoti en svo horfir maður inn í Þórsmörk þar sem er rigning svo líka niður við strönd og út á Hvolsvelli.   En við skemmtum okkur konunglega og tók ég m.a. þátt í TM Lendingakeppninni þó svo að maður hafi ekki verið á verðlaunapalli en ég óska þeim Snorra, Guðna og Jóa til hamingju með fyrstu þrjú sætin.

fie 035 

Hér er hann Guðni að taka þátt í keppninni en hann var í öðru sæti.

fie 114

Smá þoku suddi yfir svæðinu.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband