Borgarstjórn sem vinnur gegn meirihluta borgarbúa!

Nú hefur hver skoðanakönnunin á eftir annarri sýnt fram á að um 60% borgarbúa vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni, þess vegna skil ég ekki hvers vegna borgarstjórn hlustar ekki á borgarbúa.  Nú ætlar ný borgarstjórn að láta byggja upp að flugvallarstæðinu, er ekki allt í lagi með þetta fólk.  Það á alls ekki að leyfa frekari byggingar að flugvallarstæðinu.

Ég hef nú aldrei verið sammála VG en styð þau í Skagafirðinum heils hugar í þessu máli.

101 Reykjavík er ekki eina póstnúmerið í höfuðborginni, við hin höfum líka atkvæðisrétt!!

Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni svo Reykjavík geti enn verið höfuðborg landsins.


mbl.is VG í Skagafirði mótmælir flutningi Reykjavíkurflugvallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: egvania

Heill og sæll Valur, mikið er gott að fá svona góð viðbrögð þakka þér fyrir.

Kveðja Ásgerður.

egvania, 26.8.2008 kl. 22:37

2 Smámynd: Frosti Heimisson

Góður punktur Valur og mjög þarfur.  Ég hef sent borgarstjóra tvær fyrirspurnir um þetta mál þar sem ég óska eftir naglföstu áliti hennar um hvað gera skuli en engin svör (undrar mig ekki... enda ómögulegt að taka ákvörðun um svona mál). 

Frosti Heimisson, 27.8.2008 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband