Er Borgarstjórinn í Reykjavík sá eini sem hlustar á meirihluta borgarbúa?

Nú vill ég sjá þá borgarfulltrúa sem vilja völlinn burt svara borgarbúum af hverju þeir vilja vinna gegn meirihluta Reykvíkinga.

Má til með að láta hér fylgja með mynd sem Gulaugur Agnar tók af sýningarsvæði Flugdagsins sem haldinn var s.l. laugardag.

BIRK


mbl.is Borgarstjórinn fagnar niðurstöðu skoðanakönnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þú kýst karlinn í æstu kosningum?  Er það ekki pottþétt??

Annars væri ekki úr vegi, að kíkja upp í Háskóla og hlusta á hvað þeir sem landið erfa hafa um svoddan að segja.

Hef verið á fundum , bæði í HÍ og HR, hvar svona nánast allir, sem töluðu úr sal, voru á einu máli um, að flugið færi fljótt úr Vatnsmýrinni.  Það mun verða, þegar þetta framsýna unga fólk  kemst að völdum.  Hinir eru eins og Borgarstjórinn, Geirfuglar eða Nátttröll, sem eru við það að DAGA uppi.

Bjarni Kjartansson, 26.5.2008 kl. 14:00

2 Smámynd: Valur Stefánsson

Sæll Bjarni.

Þó svo að þeir komi til með að erfa landið þá er það ekki núna.  Núna er meirihluti fyrir því að halda vellinum þar sem hann er og þess vegna finnst mér það ansi hart ef kjörnir borgafulltrúar vilja ekki hlusta á meirihluta Reykvíkinga. 

En stóra vandamálið er það Bjarni að bæði borgarfulltrúar og alþingismenn eru svo sundraðir í þessu máli að þeir þora ekki að taka neina ákvörðun og á meðan þá drappast allt niður, þetta verður sóðalegt af því ekkert má gera og enginn vill gera neitt fallegt því við erum alltaf að fara, ekkert má byggja þó svo að ekki sé búið að setja byggingarbann.  Þetta er staðan í öllum flokkum og málið er mjög alavarlegt eins og flugvallarstjóri benti á í góðu viðtali í Fréttablaðinu í gær.

Valur Stefánsson, 26.5.2008 kl. 14:21

3 Smámynd: Himmalingur

Afsakaðu Valur: Hvenær hlustar borgarstjóri á íbúa Reykjavíkur? Hann segir aðeins að á meðan hann er borgarstjóri fari flugvöllurinn ekki. Hvenær hættir Ólafur sem borgarstjóri? Er það ekki á næsta ári? Var ekki líka hvort eð er búið að ákveða að hann færi í fyrsta lagi 2016. Ef að Ólafur hlustaði á borgarbúa þá væri hann hættur, því meirihluti borgarbúa vill Ólaf burt!!!

Himmalingur, 26.5.2008 kl. 15:48

4 identicon

Hvers vegna á að hlusta á hann, var ekki kosið um þetta í Reykjavík 2001 og samþykkt að flugvöllurinn færi. Þarf að ræða þetta eitthvað.

kv. Binni

Brynjólfur Stefánsson (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 17:45

5 Smámynd: Valur Stefánsson

Sú kosning sem var 2001 átti að vera bindandi ef 3/4 hluta atkvæðisbærra manna þátt í henni (eða 60.000 manns), eða ef 50% atkvæðisbærra myndu kjósa öðru hvorum kostinum í hag (40.000 manns).  Aðeins 30.219 manns greiddu atkvæði eða 37,2% og þar af vildu 48,1% flugvöllinn áfram og 49.3% vildu fá hann í burtu.  Þetta þýðir Binni minn að kosningin féll, það er ekki hægt að breyta leikreglum eftir á.

Valur Stefánsson, 1.6.2008 kl. 19:13

6 identicon

Þú ert ótrúlegur rugludallur Valur minn. Þó þessi kosning hafi fallið á því að það kusu ekki nógu margir sýnir hún miklu betur vilja Reykvíkinga í þessu máli því 30.000 manna úrtak er mun nákvæmlegra  en nokkuð hundruð manna úrtak sem blöðin nota í sýnum könnunum. Ekki vill ég breyta leikreglum en þú villt breyta þeim með því að dansa eftir skaðankönnunum. Þeir fulltrúar sem núna sitja í borgarstjórn voru kosnir fyrir það sem þeir börðust fyrir eða er það ekki Valur. Ég held að þið ættuð að sætta ykkur við að þessi hryggðarmynd fer úr Vatnsmýrinni hvort sem ykkur líkar betur eða verr það verður þá minni á ykkur hundshausinn þegar það gerist.

kv. Binni

Brynjólfur Stefánsson (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband