18.5.2008 | 01:37
Flugvika á Reykjavíkurflugvelli 18. - 24. maí
Nú er maður búinn að vera vinna hörðum höndum að undirbúningi fyrir flugviku sem verður á Reykjavíkurflugvelli 18. - 24. maí. Þetta byrjar á sunnudeginum með opnu húsi í Fluggörðum, en hægt er að komast inn á svæðið við bílastæðið sem er gengt Íslenskri Erfðagreiningu og svo í gegnum félagsheimili Félags Íslenskra Einkaflugmanna sem er fyrir norðan flugfraktina á Reykjavíkurflugvelli. Ég hvet alla sem geta til að koma á sunnudeginum og kynna sér hvað fer fram í Fluggörðum og sjá hvað er að finna í skýlunum.
Svo sunnudaginn 24. maí þá endum við flugvikuna á glæsilegri flugsýningu við skýli 1.
Endilega komið og kíkið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.