22.1.2008 | 21:56
35 ár frá því gosið hófst á Heimaey
Núna kl. 02 í nótt verða 35 ár frá því eldgosið hófst á Heimaey, þessi atburður hafði mikil áhrif á fjölskylduna. Stebbi bróðir vaknaði fyrstur og vakti svo alla aðra heimilismeðlimi, maður gerði sér nú ekki alveg grein fyrir því hvað var að gerast en alvarlegt var það, pabbi klæddi sig í fötin yfir náttfötin og svo var húsið á Gerðisbraut 3 yfirgefið, húsið sem foreldrar okkar byggðu ég hafði búið í frá fæðingu. Við fórum í snatri niður í Friðarhöfn þar sem við fórum um borð í bátinn hans pabba m/b Halkion VE 205 sem var þá einn stærsti báturinn í Eyja flotanum þó svo hann þætti ekki stór í dag. Báturinn var fylltur af fólki en við komumst ekki strax út því taka átti Lunda VE í tog áleiðis til Þorlákshafnar. Okkur var komið fyrir í skipstjóraklefanum hans pabba og fór ágætlega um okkur þar.
Við fjölskyldan snérum ekki aftur eftir gosið en húsið fór undir vikur en þrátt fyrir að vera grafið upp þá var það gjör ónýtt og rutt niður fljótlega en bílskúrarnir okkar og Gísla Jónasar fengu því miður að standa í nokkur ár til viðbótar.
Þessi mynd Sigurgeirs Jónassonar ljósmyndara er ein allra fallegasta mynd af þessu leiðinlega gosi.
Athugasemdir
Sæll valur, sástu mig nokkuð í sjónvarpinu? Ég var í klappliðinu. Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 23.1.2008 kl. 23:25
Sæll vinur.
Nei því miður, ég var að vinna í kvöld og missti af þessu
kv. af stóra skerinu. Valur
Valur Stefánsson, 24.1.2008 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.