20.1.2008 | 11:37
Bingi litli hvað ertu að gera í pólitík?
Þeir sem á annað borð fara fram í pólitík verða að sjálfsögðu að geta tekið mótlæti. Ekki hefur Björn Ingi haldið því fram að allir færu eftir hans höfði og enginn myndi kæmi með skoðanir eða spurningar sem honum liði illa með því að svara. Björn Ingi er að sína það enn og aftur að hann getur ekki tekið mótlæti, þegar hann var í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í Borgarstjórn og óþægilegar spurningar fóru að herja á hann þá var jú auðveldasta leiðin að skríða undir sæng minni hlutans og fá vorkunn frá þeim og vera þá kominn í guðatölu. Svo núna þegar óþægilegar spurningar koma frá flokksfélögum hans þá er jú besta leiðin til að hætta að vinna fyrir Framsóknarflokkinn.
Ég held að Björn Ingi eigi að hætta í pólitík og fara að snúa sér að einhverju öðru "Hans tími er búinn"
Björn Ingi úr Framsóknarflokki? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hverjir eru þeir sem settu Björn Inga í guðatölu , ekki þekki ég neinn sem hefur þennan mann á þeim stalli nema einn og einn framsóknarmann . Þú ert kanski í þeirra hópi og hefur guðaupplýsingarnar þaðan.
Binni (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 10:04
Þú setur greinilega samhengi á milli þss að fara "í rúmið" með Samfylkingunni og vera kominn í Guðatölu.
Ég vissi nú að þú værir orðinn "óvirkur" Sjálfstæðismaður en að þú værir farinn að hyllast Samfylkingar-skoðanir kemur mér á óvart.
En var það ekki skítkast á milli Gísla Marteins og Villa sem sprengdi Meirihlutasamstarf nr.1 í borg óttans.
Össi (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 11:05
Össi!
Auðvitað hafði það áhrif að Gísli Marteinn vildi reisa sér minnisvarða sem var Vatnsmýrin og hóf hann þá að grafa undan Villa en það var ekki Gísli Marteinn sem gekk úr meirihlutasamstarfinu heldur Bingi litli fatafrík.
Valur Stefánsson, 23.1.2008 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.