26.8.2008 | 22:28
"Strákarnir okkar" koma heim á morgun.
Nú koma silfur drengirnir heim á morgun eftir frábæran árangur í Kína. Ég heyrði í dag að þeir komi til með að lenda á hinum umdeilda Reykjavíkurflugvelli og fái fylgd góðra véla yfir Reykjavíkurflugvöll en áætlaður lendingatími er 16:30
Hvet borgarbúa til að taka á móti silfur drengjunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2008 | 16:50
Borgarstjórn sem vinnur gegn meirihluta borgarbúa!
Nú hefur hver skoðanakönnunin á eftir annarri sýnt fram á að um 60% borgarbúa vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni, þess vegna skil ég ekki hvers vegna borgarstjórn hlustar ekki á borgarbúa. Nú ætlar ný borgarstjórn að láta byggja upp að flugvallarstæðinu, er ekki allt í lagi með þetta fólk. Það á alls ekki að leyfa frekari byggingar að flugvallarstæðinu.
Ég hef nú aldrei verið sammála VG en styð þau í Skagafirðinum heils hugar í þessu máli.
101 Reykjavík er ekki eina póstnúmerið í höfuðborginni, við hin höfum líka atkvæðisrétt!!
Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni svo Reykjavík geti enn verið höfuðborg landsins.
![]() |
VG í Skagafirði mótmælir flutningi Reykjavíkurflugvallar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)