1.6.2008 | 11:16
Fyrsta hópflug sumarsins.
Í gær fórum við feðgar ásamt tengdaforeldrum og nokkrum Geirfuglum í hópflugi til Blönduós þar sem heimamenn tóku fagnandi á móti okkar. Við fórum í svipað flug fyrir tveimur árum að sumra sögn en það voru víst orðin fjögur og þess þá mikilvægara að skreppa norður. Við sem fórum frá Reykjavík voru TF-STR, TF-NEW, TF-MAX, TF-LMB og TF-SKN flogið var inn Hvalfjörð og stefnan tekin á Holtavörðuheiðina, Arnarvatnsheiði og beint á Blönduós (BIBL)
Víðihlíð, hver kannast ekki við það?
Þarna eru höfuðborgarvélarnar mættar á Blönduós.
Jæja þá er það flugtak frá BIBL og stefnan tekinn á Gjögur.
Á stuttri lokastefnu á Gjögri (BIGJ)
Landslagið á Vestfjörðum er magnað en þó var ókyrrðin í lofti orðin þreytandi.
Hótel Grænahlíð, staður sem sjómenn þekkja vel.
Í dag verða settar inn fullt af myndum frá hópfluginu á myndasíðu okkar en tvíbbarnir Valur og Gulli voru mjög duglegir að mynda í ferðinni og svo tók Einar fullt upp á video.
http://public.fotki.com/valur/flug/flug-2008/hpflug--blndus-gjgu/
Bloggar | Breytt 10.6.2008 kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)