Er Borgarstjórinn í Reykjavík sá eini sem hlustar á meirihluta borgarbúa?

Nú vill ég sjá þá borgarfulltrúa sem vilja völlinn burt svara borgarbúum af hverju þeir vilja vinna gegn meirihluta Reykvíkinga.

Má til með að láta hér fylgja með mynd sem Gulaugur Agnar tók af sýningarsvæði Flugdagsins sem haldinn var s.l. laugardag.

BIRK


mbl.is Borgarstjórinn fagnar niðurstöðu skoðanakönnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hátt í 60% vilja flugvöll áfram í Vatnsmýrinni

Eftirfarandi frétt er tekin af www.visir.is  en þessi könnun var gerð s.l. laugardag þegar all margir stuðningsmenn flugvallarins voru að skemmta sér á frábærum Flugdegi á Reykjavíkurflugvelli.  Þetta sýnir enn og aftur að völlurinn er á réttum stað og þurfa nú kjörnir borgarfulltrúar að fara hlusta á meirihluta borgarbúa.   

Í Fréttablaðinu í gær 25.05 var viðtal við Jón Baldvin Pálsson flugvallarstjóra á Reykjavíkurflugvelli og segir hann í viðtalinu að ófremdarástand ríki á vellinum þar sem húsakostur sé gamall og úreltur, rán dýr tæki eru geymd utandyra, flugvélar eru geymdar utandyra.  Flugvallarstjóri o.fl. hafa unnið í eitt og hálft ár með skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar og hönnuðum að tillögum um hvenrig flugvöllurinn gæti fallið inn í borgarskipulagið en það mál er enná byrjunarreit.  Þetta er náttúrulega ekki í lagi. 

Meirihluti Reykvíkinga, eða fimmtíu og átta og hálft prósent, vill að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni, en fjörutíu og eitt og hálft prósent vill að hann verði fluttur, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Þar af vilja flestir að starfssemin verði flutt til Keflavíkurflugvallar.

Mun fleiri konur vilja að völlurinn verði áfram í Vatnsmýrinni en karlar, eða rúm 64 prósent, samanborið við tæp 53 prósent karla. Athygli vekur að ríflegur meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðsiflokksins eða tæp 60 prósent, vill að völlurinn verði áfram, sem stangast nokkuð á við niðrustöðu könnunar Fréttastofu Stöðvar tvö nýverið, meðal borgarstjórnarfulltrúa flokksins.-

http://www.visir.is/article/20080526/FRETTIR01/839952228

Ég hef sagt það oft og segi það aftur:  Þessi þröngi hópur Reykvíkinga sem er Örn arkitekt, Silfur Egils og Dr. Dagur verða að fara átta sig á því að þeir eru í minnihluta og eru með tapað mál á borðinu.  Hættum þessari vitleysu setjum skipulag Vatnsmýrarinnar á fullt með flugvöllinn á sínum stað.

Njótið dagsins.

Valur

 


Flugdagurinn 24. maí

Jæja þá er Flugvikan 18. - 24. maí á enda, þetta var rosaleg vinna en VÁ!!  hvað það var gaman að sjá afraksturinn og allt fólkið sem kom á laugardeginum.  Dagskráin var góð og fjölbreytt og voru margar vélar til sýnis á rampinum. 

 

Á þessum síðum hér fyrir neðan má sjá fjöldan allan af myndum frá Flugdeginum.

http://public.fotki.com/valur/flug/flug-2008/   þarna eru bæði myndir frá mér og Gulla mínum sem var aðstoðar rampstjóri hjá mér á laugardaginn.

http://www.verslo.is/home/baldur/flugd2008/  Baldur Sveinsson tók skemmtilegar myndir og einnig flaug hann með TF-SKN í hópfluginu úr Mosó inn á Reykjavíkurflugvöll.

http://www.bjorn.is/myndasafn/gallery/einkalif/?gallery=135  Svo er hér ein sem ég sendi Birni Bjarnasyni ráðherra en hann auglýsti eftir mynd af framkvæmdum Háskólans í Reykjavík.

Snorri B. Jónsson (video)http://www.youtube.com/watch?v=tIKTLVJ43Y0

fmi 284 Dash 8 vél Flugfélags Íslands.

 


Bloggfærslur 26. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband