Glæsileg flugvika.

Opið hús hjá Flugmálafélagi Íslands er einn af viðburðum í glæsilegri Flugviku Flugmálafélagi Íslands.  Vikan byrjaði með opnu húsi í Fluggörðum s.l. sunnudag, í gær var svo Ómar Ragnarsson að rekja garnirnar úr gömlum flughetjum eins og Magnúsi með flugskírteyni nr. 9, Smára Karls, Dagfinni Stefánssyni o.fl.  Í dag var svo opið hús hjá Gæslunni og svo er þétt dagskrá út vikuna sem endar á Flugdeginum mikla sem haldinn verður við skýli 1 á Reykjavíkurflugvelli (fyrir aftan Hótel Loftleiði) en þar verða þverskurðurinn af léttum vélum til sýnis og einnig stór glæsileg sýningar atriði.   Veðurspáin er góð og vonumst við til þess að hún haldi Wink

Hvet alla til að taka þátt í Flugvikunni en dagskránna má finna á heimasíðu Flugmálafélagsins www.flugmal.is

Á þessari mynd hér að neðan sem ég tók frá svæði Gæslunnar í dag eru TF-LIF og Fokker vél Gæslunnar í formation.

fmi 053 copy


mbl.is Gæsluvélar í sýningarflugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband