Útgerðarmenn einir á báti

Fann þessa grein í Mogganum 1. nóv.  og er ekki hægt að segja annað en að hún veki upp spurningar hjá manni, hvort maður sé með eða á móti inngöngu í Evrópubandalagið.

 

Atli Hermannsson fjallar um ESB-aðild, LÍÚ og fiskveiðistjórnun

Atli Hermannsson fjallar um ESB-aðild, LÍÚ og fiskveiðistjórnun: "Það er þess vegna sem fiskifræðingar frá Hafró bregða sér til Kaupmannahafnar að loknu hinu árlega stofnmati nytjastofna, sem kallast togararall." NÚ þegar flest samtök atvinnulífsins hafa lýst áhuga á að viðræður verði hafnar við ESB eða upptöku evrunnar þá er yfirlýsingar þess efnis ekki að vænta frá samtökum útgerðarmanna. Ársfundur LÍÚ var haldinn í þessari vikur og sagði Björgólfur Jóhannsson í ræðu sinni að hagsmunir Íslands væru best tryggðir utan ESB, sem hefði rekið þveröfuga fiskveiðistefnu við Ísland. „Við erum á hnjánum, halda menn í einlægni að það sé einhver hundalúga á hurð Evrópusambandsins?“ Af útgerðarmönnum er það annars helst að frétta að erfiðlega hefur gengið að færa gjaldeyri til landsins og viðskiptasambönd erlendis gætu verið að tapast af þeim sökum – sökum krónunnar. Þá hafa heildarskuldir útgerðarinnar líklega verið að hækka um 60 milljarða á sama tíma og útflutningsverðmætin aðeins um 20 milljarða. Samtök útgerðarmanna ekki viljað ljá máls á ESB-aðild og í raun fundið fiskveiðistjórn sambandsins allt til foráttu – um leið og þau hafa dásamað árangurinn af „besta fiskveiðikerfi í heimi“. Þegar skoðað er ofan í kjölinn kemur í ljós að íslenskar útgerðir hafa engu að síður komið sér vel fyrir á ESB-svæðinu. Ber fyrst að nefna Skotlandi, England og Þýskalandi. Þá eru íslenskar útgerðir að veiða þorskkvóta Breta í Barentshafi ásamt því að eiga stærsta uppsjávarveiðiflota ESB og veiða kvóta Spánverja undan vesturströnd Afríku. Þá eiga Íslendingar tvær af stærstu fiskvinnslum Þýskalands og megnið af togaraflota Bretlandseyja. Því er von að spurt sé hvað valdi andstöðu LÍÚ gegn ESB. Það sem helst hefur verið nefnt er að fiskveiðistefna ESB henti ekki hér við land – og þar við situr. Því ber þess að geta að bandalagsþjóðum er í sjálfsvald sett hvaða fiskveiðikerfi þær nota. Hvort heldur kvótakerfi að okkar fyrirmynd eða dagakerfi að hætti Færeyinga. Því er í raun ekkert til sem heitir „fiskveiðikerfi“ ESB í okkar skilningi. En þegar fiskveiðistefna ESB er skoðuð kemur í ljós að hún á aðeins við um sameiginlega fiskstofna bandalagsríkja, fiskstofna þar sem tvö eða fleiri ríki eiga sögulegan nýtingarétt eða af landfræðilegum ástæðum. Hvorugu er til að dreifa hér við land. Þó fengu Belgar 3.000 tonna karfakvóta hér á grundvelli EES-samningsins, en það var fyrir veittan stuðning í þorskastríðunum. Síðast er fréttist mun þýsk útgerð í eigu Íslendinga hafa verið að veiða þennan karfakvóta. Þá segir LÍÚ að við munum missa hið svokallað forræði yfir auðlindinni og að allar ákvarðanir um heildarafla hér við land verði teknar í ráðherraráði ESB. Það er rétt að endanleg ákvörðun (staðfestingin) verður tekin þar...en að undangengnu ákveðnu ferli sem vert er að skoða nánar. Varðandi ákvarðanir um heildarafla, eða svokallaða ríkjakvóta sem teknar eru af ráðherraráði ESB. Ber þess fyrst að geta að allar eru þær teknar að undangengnum rannsóknum og að tillögum „færustu fiskifræðinga“. Í öllum tilfellum eru það fulltrúar Alþjóðahafrannsóknarráðsins ICES sem aðsetur hefur í Kaupmannahöfn sem það gera. ICES eru samtök fiskifræðinga og annarra vísindamanna líkt og þeirra sem vinna hjá Hafró. Að ICES standa 20 ríki við norðanvert Atlantshaf og er Ísland eitt þeirra. Þetta er samráðsvettvangur þar sem nær allar ákvarðanir um nýtingu fiskstofna í Norður-Atlantshafi eru teknar. Hvert ríki á tvo fulltrúa og koma okkar fulltrúar frá Hafró. Það er þess vegna sem fiskifræðingar frá Hafró bregða sér til Kaupmannahafnar að loknu hinu árlega stofnmati nytjastofna hér við land, sem kallast togararall. Það er því ekki fyrr en að loknum samráðsfundi Hafró og ICES að Hafró sér sér fært að kynna þjóðinni tillögur sínar um heildarafla næsta árs. Því er von að spurt sé hvað muni eiginlega breytast við inngöngu í ESB. Hafi LÍÚ eitthvað við nýtingastefnu ESB (Hafró) að athuga – liggur beinast við að þeir beiti fulltrúum sínum innan stjórnar Hafró til þess. Höfundur er fyrrverandi veiðarfærasölumaður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Valur, nei að sjálfsögðu vilja útgerðarmenn ekki þarna inn, því það gætu þeir ekki sukkað með kvótann eins og þeir hafa gert undarfarin ár, hitt er annað mál að ég er sammála þeim með inngöngu þarna, því ég hef ekki trú á þessu batteríi þarna úti.

Helgi Þór Gunnarsson, 4.12.2008 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband