Er ekki tími til kominn að hlusta á meirihluta borgarbúa og landsmanna!

Þetta er bara enn ein staðfestingin á að flugvöllurinn á að vera á sínum stað, ég er löngu hættur að telja þessar skoðanakannanir en allar sýna þær að meirihluti borgarbúa og landsmanna allra vill hafa völlinn í Vatnsmýrinni.   Nú vill ég fara sjá starfshóp þar sem fram koma fulltrúar úr öllum fluggeirum, skipulagsfólki frá Reykjavíkurborg, Flugstoðum o.fl.  til að skoða alla þætti til úrbótar fyrir Vatnsmýrina.

 


mbl.is 64% Reykvíkinga vilja flug í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Siggi Vídó

Sælir

Ég er ekkert smá sammála þér. Það er ótrúlegt að hluti Reykvíkinga sjái ekki að þetta er stór vinnustaður og stór partur af tækifærum í ferðamennsku. T.d að byggja upp öfluga samgöngumiðstöð sem verður einnig upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn þarna á staðnum og sameina innanlandsflug og rútuferðir frá einum stað. Við þurfum svo ekki einu sinni að nefna mikilvægi flugvallar í nánd við hátæknisjúkrahús.

Siggi Vídó, 10.11.2008 kl. 13:48

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það er búið að kjósa um þetta og niðurstaðan var klár. Völlurinn fer í burtu og því fyrr því betra.

Bretaruslið BURT

Setja Cat 10 í gang og ýta þessu rusli ökllu niður í Skerjafjörð.

Miðbæjaríhaldið

Treystir ekki nokkru sem kemur frá Flugstoðum ohf

Bjarni Kjartansson, 10.11.2008 kl. 13:51

3 identicon

Auðvita á flugvöllurinn að vera þar sem hann er, það sér hver heilvita maður, en því miður er dálítið mikið af svona "kaffe-latte" liði eins og Miðbæjaríhandinu.

Reykjavík (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 13:57

4 Smámynd: Ásta

Í flugvallar kosningunni árið 2001 var kjörsókn 37% eða 32.000. Munurinn að milli Fara og Vera var rétt rúm 300 atkvæði - eða um 1%.

Því miður var unnið markvisst gegn þátttöku í kosningunni en forsenda þess að niðurstaða væri bindandi var sú að 2/3 borgarbúa tækju þátt. það er því fjarstæða að einhver niðurstaða hafi fengist í málið, hvað þá að hún sé eða hafi verið bindandi fyrir stjórnvöld.

Ásta , 10.11.2008 kl. 14:12

5 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Þetta eru ótrúlegar tölur! 500.000 farþegar á ári um flugvöllinn. Þetta gerir rúmlega 1.500 manns á dag. Ég ætla ekki að taka svo djúpt í árina að höfuðborgarbúar séu í gislingu út af þessum flugvelli en það er alveg ljóst að þessi flugvöllur rýrir lífsgæði íbúa á höfuðborgarsvæðinu töluvert. Útaf þessum 1.500 manns þá þurfa tugþúsundir, jafnvel á annað hundrað þúsund manna að líða fyrir það að sneiða framhjá flugvellinum dag hvern.

Vissulega er staðsetning flugvallarins mjög dýrmæt fyrir þessar rúmu 1.500 manns sem að nota hann. Þeir spara sér tíma með því að lenda bókstaflega í miðborginni. Þangað liggja allar leiðir. Já miklu dýrmætari fyrir heldur en hinn venjulega Reykvíking. En það er alveg ljóst að ferðatími hundruð þúsunda reykvíkinga styttist líka með því að flugvöllurinn fari. Bara það eitt að í Vatnsmýrinni er hægt að koma fyrir íbúðarbyggð (10.000-20.000 manna byggð) sem að öðru kosti þyrfti að vera uppi á heiðum í nágrenni höfuðborgarinnar (t.d. í nágrenni Hólmsheiðar). Ferða tími þeirra íbúa styttist vafalítið miklu meira heldur en þessara 1.500 manna.

Þess má geta að það hefur verið gerð skýrsla um staðsetningu flugvallarins og niðurstaðan var ótvíræð. Flugvöllurinn á að fara úr Vatnsmýri.

Ólafur Guðmundsson, 10.11.2008 kl. 14:19

6 Smámynd: Valur Stefánsson

Bjarni þú veist það jafn vel og ég að þessi kosning var ekki marktæk eins og Ásta segir í sinni athugasemd. 

Ólafur.  Hvar er lýðræðið?  Ef meirihluti borgarbúa og landsmanna vilja hafa flugvöllinn þar sem hann er af hverju á þá ekki að hlusta á það fólk?  

Valur Stefánsson, 10.11.2008 kl. 14:59

7 identicon

Ólafur, hvernig færðu út að bara 1500 mans seú að nota völinn?

heldurðu að það se´sama fólkið á hvejum degi??

geturðu ekki alveg eins sag 62.5 noti völinn en það er þá meðaltal á klukkutíma.

Þessi völlur nýtist flestu mí Reykjavík og nær öllum á landsbyggðinni en ekki bara rétt rúmlega 62.

ingi (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 15:39

8 Smámynd: Jón Finnbogason

Við vitum öll að ekkert verður gert við völlin næstu ár! Eigum við að tala um eitthvað þarfara, eins og hversu árangursríkar við teljum aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að taka á efnahagsvandanum? Hvernig viljum við borga Icesave?

Jón Finnbogason, 10.11.2008 kl. 15:42

9 identicon

"En það er alveg ljóst að ferðatími hundruð þúsunda reykvíkinga styttist líka með því að flugvöllurinn fari."

 -Ólafur Guðmundsson

Já sæll, ertu að segja að það búi búi margar milljónir í Reykjavík eða? það fara ekki nærrum því allir reykvíkingar framhjá flugvellinum á hverjum degi.

Óli (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 17:00

10 identicon

Já ætli við verðum ekki að axla ábyrgð fyrir þessa útrásarsnillinga. Á meðan þeir drekka kampavín fyrir peningana sem þeir fengu lánaða og við ætlum að borga þessi lán þeirra upp næstu kynslóðir. Réttast væri að dæma þá alla fyrir landráð.

Óli (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 17:03

11 Smámynd: Jón Svavarsson

Að vilja flugvöllin burt leysir hvorki efnahagsvandan né nokkurn annan vanda, heldur býr til miklumeiri vanda fyrir þorra þjóðarinnar, þar á meðal Borgarbúa. um fimmhundruðþúsund manns ferðast með flugfélaginu árlega og er þá allt annað flug ótalið. 5-600 manns hafa atvinnu tengt flugina á Reykjavíkurflugvelli og enn fleiri í tengslum við hann óbeint, langar okkur í raun til að auka við atvinnuleysið? Háskóli Íslands er búin að koma sér vel fyrir á Melunum við Suðurgötu og einu sinni voru áform um að byggja á skeifulaga lóðinni fyrir framan aðalhús Háskólans. Þar hefði mátt reisa það hús, sem Háskólinn í Reykjavík er að reysa við Hlíðarfót. En best hefði HR verið borgið í náttúruperlunni í Garðabæ við Urriðaholt, þar sem þeim bauðst lóð. Allar samgönguleiðir um flugvallaveg og Hlíðarfót, anna ekki í dag þeirri umferð sem þar fer um daglega á álagstímum og jafnvel ekki utan þess á daginn, en þó er enn þá engin starfsemi hafin í HR við Hlíðarfót. Hvað skildi líða langur tími þar til HR fer að byggja annarsstaðar, td. í Urriðaholti nema þeir séu búnir að missa af strætó þar?

Jón Svavarsson, 10.11.2008 kl. 18:05

12 identicon

Þessi þráhyggja hjá þér með þennan flugvöll er svipuð og þráhyggja seðlabankastjóra með krónuna, hvorutveggja fer að lokum burt bara spurning um tíma en þú getur verið eitthvað rólegur áfram það verður ekki til fé á næstu árum til að flytja hann burt.

Lýðræði er ekki hlaupa upp til handa og fóta og breyta öllu útaf einhverri skoðanakönnun í morgunblaðinu.

Kv. Binni

Brynjólfur Stefánsson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 20:34

13 Smámynd: Frosti Heimisson

Þú veist mína skoðun Valur, auðvitað á þessi völlur að vera og engin ástæða til að færa hann núna frekar en áður.  Það eru í það minnsta engin rök fyrir færslu hans í dag og það skulum við hafa áfram í huga.

Miðbæjaríhaldið Bjarni held ég að sé reyndar að verða síðasti móhíkaninn okkar Íslendinga enda fáir eftir sem ekki styðja veru vallarins í Vatnsmýrinni.  Þráhyggja skal ekki kalla þetta, miklu frekar staðfestu!

Frosti Heimisson, 12.11.2008 kl. 15:33

14 identicon

Sælir.

"En það er alveg ljóst að ferðatími hundruð þúsunda reykvíkinga styttist líka með því að flugvöllurinn fari " Styttist hvert? Úr miðbænum út í Nauthólsvík!!

"Bara það eitt að í Vatnsmýrinni er hægt að koma fyrir íbúðarbyggð (10.000-20.000 manna byggð) sem að öðru kosti þyrfti að vera uppi á heiðum í nágrenni höfuðborgarinnar (t.d. í nágrenni Hólmsheiðar).   "Hvaða bull er þetta?? Væri ekki nær að fylla upp í þessar þúsundir lóða sem búið er að skila til borgaryfirvalda á höfuðborgarsvæðinu, eða vilja menn halda áfram þessu bulli að reisa fleirihundruð byggingar sem standa svo auðar!!. Og ef þið viljið byggja 10-20.þús.manna byggð þarna hvað ertu þá Ólafur betur settur með svona stóra byggð heldur en flugvöll, er eitthvað betra fyrir þessa 100 þús.Reykvíkinga að koma sér í Nauthólsvíkina með alla þessa byggð þarna.

 Binni, það er spurning um að koma með nýja könnun í mogganum í boði Jóns Ásgeirs og athuga hvernig þær niðurstöður myndu vera.

Höfuðborgarbúar !!  Hafið flugvöllinn þarna áfram og reynið að nota fé skattgreiðenda í eitthvað þarfara, og ef hann fer svona mikið í taugarnar á ykkur þá snúið baki í flugvöllinn þegar þið drekkið kaffi latte á Austurvelli og reynið að hugsa um eitthvað viturlegra.

Góðar stundir. Örn.

Örn Stefánsson (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 23:40

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Enn er Miðbæjaríhaldið að tuða um ómarktæku kosninguna hennar ISG.

Var bara nóg fyrir hann að komast með síðasta flugi frá Tálknafirði og eftir lendingu í Reykjavík, þá þurfti ekkert meira flug fyrir hann ? Kominn á endastöð íhaldsins.

Halldór Jónsson, 21.11.2008 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband