Vitsugur í Ráðhúsi og flugvöllur

Rakst á þessa frábæru grein eftir Birgi Dýrfjörð í Mbl. s.l. föstudag.  Þessi grein hans er mjög góð og sýnir okkur vissulega hvernig pólitíkusar vinna en eiga ekki að gera og eru fjandi fljótir að gleyma því sem þeir hafa sagt og gert.  vs

Eftir Birgi Dýrfjörð »Það er siðferðilega rangt að vinna þvert gegn því semleikreglurnar kváðu á um.

Vitsugur í Ráðhúsi og flugvöllur.  Í HEIMI Harry Potters eru vitsugurnar frá Askaban afar hættuleg fyrirbæri. Þegar 14 af 15 borgarfulltrúum vísuðu nýverið til þess með bókun í borgarstjórnað Reykvíkingar hefðu afgreitt með kosningu að flugvöllurinn færi úr Vatnsmýri þá flaug mér í hug hvort vitsugurnar frá Askaban hefðu komist í Ráðhúsið. Á fundi borgarráðs 20. mars 2001 þegar rædd voru úrslit í kosningunni um flugvöllinn lögðu sjálfstæðismenn fram eftirfarandi bókun: „Borgarráð samþykkti reglur fyrirfram um með hvaða hætti niðurstöður atkvæðagreiðslunnar gæti orðið bindandi. Niðurstaðan er því víðsfjarri samþykktinni og telst engan veginn bindandi. Leikreglum verður ekki breytt eftir á. Það er siðferðilega rangt að vinna þvert gegn því sem leikreglurnar kváðu á um.“ Leikreglurnar, sem sjálfstæðismenn kunnu þá en virðast úr þeim sognar nú, voru samþykktar í borgarráði 13. feb. 2001. Þar segir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar yrði bindandi að því fullnægðu að 75% atkvæðisbærra manna tækju þátt í atkvæðagreiðslunni eða að 50% atkvæðisbærra manna greidduöðrum valkostinum í kosningunni atkvæði sitt. Á kjörskrá í Reykjavík voru 81.258 kjósendur. Samþykkt borgarráðs þýddi því að flugvöllurinn færi ekki úr Vatnsmýrinema minnst 30.472 kjósendur kysu svo.Þrennt var í boðiSjálfstæðismenn hvöttu Reykvíkinga til að sniðganga kosninguna til að þátttaka fullnægði ekki skilmálum borgarráðs. Þeir, sem vildu völlinn í Vatnsmýrinni,áttu því um tvennt að velja; a) að mæta á kjörstað og kjósa; b) að sitja heima og freista þess að ónóg þátttaka tryggði óbreytta stöðu vallarins. Andstæðingar vallarins urðu aftur á móti að mæta á kjörstað. Þegar atkvæði andstæðinga voru talin þá reyndust þau aðeins vera 14.913. Tvöföld sú tala hefði ekki nægt til að völlurinn færi. Þeir, sem völdu að mæta á kjörstað, og styðja völlinn reyndust 14.529 eða 381 færri en þeir sem kusu völlinn burt. Þau tilmæli sjálfstæðismanna að beita þeirri aðferðað sitja heima á kjördegi, fékk góðar undirtektir. Reyndar voru það fleiri en sjálfstæðismenn, sem hvöttu kjósendur til heimasetu. Stuðningsmenn flugvallarins meðal Framsóknar og krata töluðu margir fyrir þeirri aðferð. Þeir náðu líka þeim árangri, sem að var stefnt, því þátttaka í kosningunni náði ekki helmingi þess fjölda, sem áskilinn var af borgarráði. Þar með féll í kosningunni sú hugmyndað völlurinn færi. Engum datt í hug þá að segja að Reykvíkingar hefðu samþykkt að flugvöllurinn færi.Leiðrétt bókunÉg er sannfærður um að allir borgarfulltrúar vilja vinna vel og gera rétt, þvíþannig er upplag þeirra og þannig halda þeir trausti kjósenda. Með þekkingu og visku má sigra vitsugurnar frá Askaban og ná á ný rænu og sönsum. Því legg ég til að borgarfulltrúar læri bókanir borgarráðs frá 13. feb. og 20. mars árið 2001 og leiðrétti svo bókun sína um að borgarbúar hafi samþykkt í kosningu að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni.

Birgir Dýrfjörð situr í flokksstjórn Samfylkingarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Frosti Heimisson

Ég þarf varla að ítreka mína skoðun á þessu máli.  Það er húmbúkk að leggja niður innanlandsflug á Íslandi en um það snýst þessi ákvörðun.  Það færir enginn flugvöll... og það býður enginn Íslendingum að fljúga innanlands frá Keflavíkurflugvelli.  Það er nokkuð ljóst!

Frosti Heimisson, 16.9.2008 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband