Eyjaferð.

Við hjónin skruppum með hópi frá Hjartaheill í Eyjarnar um s.l. helgi, vorum heppin með veður á laugardeginum eins og sjá má á þessum myndum, aftur á móti komumst við ekki heim fljúgandi því svo misvinda var á flugvellinum eða 120 - 160 gráður og gustaði upp í 29 kts.  og fórum við því með Herjólfi, en það var svosum ágætis ferð og enginn sjóveikur Cool.

ve 017

Heiða að komast upp á öxlina á Eldfellinu.

ve 026

Gaujulundur

ve 029

Lundapysja, maður hefur nú ekki komist í tæri við þær síðan fyrir gos Wink

ve 030

Þessi kisi var á Vespu leigunni, skyldi hann vera með próf?

ve 038

Guðrún og Jói prófuðu Vespu, þvílíkur kraftur LoL

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Frosti Heimisson

og hvað... var vélin skilin eftir í VEY?  Árans... 

Frosti Heimisson, 11.9.2008 kl. 13:48

2 Smámynd: Valur Stefánsson

Sæll Frosti.

Nei ég var með hópi fólks og fórum með Flugfélagi Íslands.   

Valur Stefánsson, 11.9.2008 kl. 14:03

3 Smámynd: gudni.is

Takk fyrir upplýsingarnar Valur með Vespuleiguna. Ég hringdi og spjallaði við konuna þarna með þetta. Snilld að vita af því að maður geti leigt sér Vespu þegar maður flýgur til Eyja. Ég á pottþétt eftir að nýta mér það.

gudni.is, 11.9.2008 kl. 16:38

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Valur, ansans vandræði, ég hefði sko viljað hitta þig, þá væri ég búin að hitt ykkur tvíbanna báða á þessu ári, jæja svona er þetta nú, hvenær voruð þið upp á eldfelli? Við vorum um 5- 1/2 6 leitið niður í Eldheimum á laugardeginum. Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 11.9.2008 kl. 23:54

5 Smámynd: Valur Stefánsson

Sæll Helgi.

Við vorum á Eldfellinu kl. 16.

kv. úr höfuðborginni

Valur Stefánsson, 12.9.2008 kl. 00:30

6 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Kvitta.

Helgi Þór Gunnarsson, 12.9.2008 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband