15.6.2008 | 22:42
Hópflug helgarinnar
Jæja við feðgar skruppum í eitt hópflugið um helgina en það var Félag Íslenskra Einkaflugmanna sem stóð fyrir Safnaflugi. Byrjað var á því að fara að Forsæti þar sem þeir bræður Albert og Ólafur búa ásamt fjölskyldum sínum. Á myndinni hér fyrir neðan er t.d. vagnhjól sem Ólafur smíðaði og af þessu og fleiri munum er ekki hægt að segja annað en að þar sé listamaður í höndunum. Safnið sem þeir eru með heitir Tré og List og hvet ég alla sem leið eiga um suðurland að kíkja í heimsókn á safnið, það verður enginn svikinn af þessumlistaverkum sem þar eru.
Hér er ketill sem Ólafur smíðaði á síðasta ásamt skartgripaskríni sem hann gaf eiginkonu sinni í jólagjöf.
Endilega kíkið á heimasíðu safnsins www.treoglist.is
Það voru fimm flugvélar sem fóru að Forsæti en það voru TF-STR sem við vorum á, TF-BAA Jói og Dísa ásamt gestum, TF-FTP bróðir Jóa (man ekki hvað heitir) ásamt farþega, TF-FUN Silli og sonur og svo TF-LDS Capt. Dagfinnur Stefánsson.
Frá Forsæti var ferðinni heitið út í Eyjar að skoða Pompei Norðursins, eins og smá má á myndinni hér fyrir neðan þá voru skýja druslur í ca 2000 fetum og fórum við þess vegna í 2300 fet á leið okkar út í Eyjar.
Við röltum okkur frá flugvellinum niður að Gerðisbraut þar sem bloggvinurinn Gísli Hjartar (Gilli) tók á móti okkur, það var nú smá mórall að taka hann af leiknum því ÍBV og KA voru að eigast við en ÍBV vann leikinn 1-0 og eru þar af leiðandi í fyrsta sætinu í 1. deild, en þar sem Gísli náði markinu þá var þetta nú í lagi. Þessar fallegu myndir hér fyrir neðan tók Valur Pálmi en hann og Gulli eru báðir með mikla mynda dellu.
Hér fyrir neðan eru svo nokkar myndir af verkefninu Pompei Norðursins en það byggist á því að grafa upp nokkur hús sem fóru undir ösku í Vestmannaeyja gosinu 1973. Fyrsta húsið sem byrjað er á átti æsku vinur minn Viðar Einars málari heima í ásamt fjölskyldu sinni.
Hér er vestur gafl hússins að Suðurvegi 25. Svo á myndinni vinstramegin er hópurinn ásamt gædinum okkar Gísla Hartarsyni. Nú eru uppi hugmyndir að reka niður stálþil til að auðvelda uppgröftinn. Eftir að hafa séð það sem búið er að gera þá er ég mjög hlynntur þessu verkefni og held að Eyjarnar eigi eftir að fá fullt af ferðamönnum sem vilja sá þetta verkefni.
Frá Eyjum var stefnan tekin austur á Skógasand þar sem við fórum að skoða Mynja- og Samgöngusafnið og er það ótrlúlegt kraftaverk sem hann Þórður gamli á Skógum hefur gert fyrir þetta svæði, því miður vorum við í smá tíma þröng þannig að við verðum að koma aftur til að skoða það betur en hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá Skógum.
Þetta er skrifstofa Þorsteins Erlingssonar skálds en hann var frá Hlíðarendakoti í Fljótshlíð.
Hér er mynd af gömlu brúnni sem var yfir Jökulánna á Sólheimasandi en hún var jafnan kölluð "Fúlá" þar sem það kom svo vond lykt af ánni.
Hér er svo í lokinn ein loftmynd af bústaðnum hans Helga Gunnars Eyjamanns.
Þetta flug var í alla staði frábært þó svo að við hefðum viljað fá fleiri vélar til að taka þátt.
Athugasemdir
Sæll Valur, þetta eru góðar myndir hjá ykkur feðgum, sérstaklega neðsta myndin , kærar kveðjur frá Eyjum
Helgi Þór Gunnarsson, 20.6.2008 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.