18.4.2008 | 17:29
Tilboð í kaup / smíði á nýjum Herjólfi opnuð í gær.
Það kom mér nú nokkuð á óvart að EIMU núverandi rekstraraðili Herjólfs hefði ekki boðið í nýja skipið. Fulltrúi EIMU sagði nú í viðtali að hann vildi nú bara að heimamenn fengju þetta en þeir eiga nú lægsta tilboðið þó svo að það sé langt yfir kostnaðaráætlun.
Hann er nú nokkuð flottur nýji Bakkafjöru Herjólfurinn. Ég átti nú samt von á því að hann yrði öflugri en útboðsgögn gera ráð fyrir t.d. er siglingar hraðinn svipaður og á núverandi Herjólfi.
Ég er hræddur um að kostnaðurinn við Bakkafjöruhöfn eigi eftir að fara töluvert umfram áætlanir og svo er spurning um garðana hvort þeir þurfi ekki að fara töluvert utar.
En varðandi undirskriftarlista Magga Kristins & Co þá er ég sammála Kristjáni Möller samgönguráðherra að hann væri allt of seint á ferðinni.
Athugasemdir
Sæll Valur, það er nú margt skrítið í kýrhausnum, og þá sérstaklega í Vestmannaeyjum, skipafélöginn þurfa ekki lengur á Herjólfi að halda, því þeir fá eitt stykki höfn í Bakkafjöru takk fyrir, þannig er það nú bara Valur, ekki svo svakalega flókið, og auðvita verður að lengja garðana út fyrir sandrif og þá eru þeir komnir með kostnað upp á eitt stykki göng. Ég er sammála þér í því að skipið hefði mátt vera hraðskeiðara en þeir sjá sér ekki hag í því, hann ætti að geta farið 8 ferðir á dag. Þetta með listann hans Magnúsar er nú bara gott mál, það ríkir málfrelsi hér á landi, það eiga allir rétt á skoðunum á þessu hvor sem þeir búa á langanesi eða Reykjavík. Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 18.4.2008 kl. 22:54
Glæsilegt að þetta mál sé komið á skrið, ekki veitir af að kaupa nýja fleytu fyrir Eyjarskeggja.
Ég held að blessuð Bakkafjörubryggjan verið ein stór naglasúpa að hætti Ríkisins. Þeir eru komnir með grunnin (súpukraftinn), jú það á að útbúa höfn þarna en hvað á eftir að bæta miklu við sem hreinlega lá alls ekki fyrir í útboðinu og engin leið var fyrir okkar hámenntuðu fræðinga að sjá fyrir?
Eyjarnar verða tengdar stærstu eyjunni í klasanum með jarðgöngum áður en langt um líður held ég.
Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.