31.3.2008 | 19:59
Breytt útlit
Jæja eins og þið hafið tekið eftir er síðan kyrfilega merkt Liverpool, er þetta gert í sérstöku tilefni og sér í lagi fyrir bræður mína Össa og Binna en Liverpool kemur til með að kjöldraga þá í næsta leik liðanna þann 05. apríl n.k.
Athugasemdir
Þarna þekki ég þig og líst bara helvíti vel á. Jú og svo eitt í viðbót kjöldrátturinn verður ekki bara þann fimmta heldur hina tvo leikdaganna líka. Bið að heilsa bræðrum þínum allaveganna þeim sem ég þekki.
Kveðja úr sólinni á Spáni
Halldór Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 20:12
Þessari síðu hrakar stöðugt eins og miðborg Reykjavíkur. Áfram Arsenal.
kv. Binni
Brynjólfur Stefánsson (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 21:08
Og bullið heldur áfram á þessari síðu því næsti leikur liðanna er þ. 2 apríl hann er í meistaradeildinni en þú ert sem sagt bara sáttur við að vinna deildarleikinn og búinn að gefa frá þér meistaradeildina.
kv. Binni
Brynjólfur Stefánsson (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 21:26
Binni.
Meistaradeildin er bara formsatriði hjá okkur að klára.
Valur Stefánsson, 1.4.2008 kl. 00:21
Ekki trúi ég því að jafn vel gefinn maður og þú ert Binni að þú skulir láta bendla þig við þvílíkt og annað eins lið og Arsenal er. Rétt hjá þér Valur að dagsetningar eru bara aukaatriði það skiptir engu máli hvaða dagur er þegar Liverpool kjöldregur Arsenal.
Önnur kveðja úr sólinni.
Halldór (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 07:23
Auðvitað er Arsenal mitt lið Dóri og er stoltur af. Þetta er nú það lið sem er búið að spila skemmtilegasta fótboltann í vetur. Get síðan sagt það sama um þig trúi því ekki að þú sért Púlari. Trúi ekki öðru en þessi athugasemd þín stafi af sólsting.
Bestu kveðjur í sólina
Binni
Brynjólfur Stefánsson (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 08:28
já fínt já sæll, jú ég er og verð púlari og ekkert annað en þrátt fyrir það þá er ég pínulítið sammála þér með spilamennskuna hjá Arsenal. Og líka annað sem ég hélt ég myndi aldrei segja en Man U með Ronaldo eru búnir að vera ágætir líka. Verst bara hvað okkar menn hafa verið daprir en það breytist á næstu dögum eins og færslan hjá tvíbbanum ber með sér.
En hvað er að frétta af fiskeríi ?
Halldór (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 08:38
Já sæll Dóri. Púlararnir hafa ekki verið nógu stöðugir í deildinni en Benites er bölvaður refur þegar kemur að meistaradeildinni þannig að þetta verður athyglisverð vika. Held að maður geti síðan ekki þrætt fyrir það að Man.Utd er sennilega sterkasta lið Evrópu eins og þeir eru að spila þessa dagana. Eru líka með besta knattspyrnumann heims í sínum röðum. Annars er hann frekar tregur um þessar mundir hjá okkur en þetta nuddast svona bærilega meðan krónan er svona veik.
Kv. Binni
Brynjólfur Stefánsson (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 09:18
Breytt útlit og já til hinns verra, nú fækkar greinilega heimsóknum mínum á þessa síðu.
"Kjöldregnir" - Nei Valur ég held ekki, þetta verður ekkert annað en barátta hjá þessum liðum næstu daga og spurning hvort liðið heldur út baráttuna í öllum þessum leikjum.
Svo reikna ég með að það verði ekki bara barátta inn á leikvangnum, því hún verður örugglega einnig heima í stofu.
Bless í bili, er að fara að ræða við þá hjá tryggingafélaginu mínu og athuga hvort ekki sé hægt að tryggja sig fyrir heimilisofbeldi því ég á alveg eins von á því að það verði einhver læti á meðan þessum leikjum stendur, kv.Össi.
Örn Stefánsson (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 11:34
Já þú mátt eiga það Össi að þú ert vel giftur.
Valur Stefánsson, 1.4.2008 kl. 17:12
Hey staðan er 1-1 Adebayor og Kout búnir að skora. úff frekar hátt spennustigið á þessu heimili. En ég samt stend við mitt þ.e spái því að Liverpool vinni þetta. Segi að torres eigi eftir að bæta við tveimur. Bið að heilsa ykkur bræður og systur.
Halldór (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 19:22
Alveg fór þessi kjöldráttur framhjá mér í þessum leik. Púlararnir ljónheppnir að sleppa með jafntefli frá þessu. En er langt frá því sáttur við mína menn í þessum leik. En koma svo Arsenal.
kv. Binni
Brynjólfur Stefánsson (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 00:33
Já Binni þetta var svolítið erfitt fyrir okkur en það kemur ekki að sök þið eigið ENGA möguleika á Anfield.
Valur Stefánsson, 3.4.2008 kl. 00:44
Nei það gæti orðið erfiður róður ef við fáum aftur dómara sem er búið að troða svona í rassgatið á.
Brynjólfur Stefánsson (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 07:25
Var búið að fylla þennan dómara? Ekki gat ég séð það, þið verðið bara að viðurkenna að þið voruð aular að klára þetta ekki, svo ekki fara að kenna dómaranum um.
Valur Stefánsson, 3.4.2008 kl. 11:28
Við höfum ekki við neinn annan að sakast en okkur. Yfirspiluðum slakt Liverpoollið sem hélt bara til inní eigin vítateig. Enda var orðið svo mannmargt þar að við vorum orðnir fyrir okkur sjálfum. Alveg rétt aular að klára þetta ekki með þriggja marka mun. En dómaranum átti ekki að yfirsjást vítaspyrnan sem við áttum að fá. Nógu nálægt stóð hann .
Áfram Arsenal
kv. Binni
Brynjólfur Stefánsson (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 11:38
Sammála Binna ! þetta var algjör aulaskapur að klára þetta ekki með þriggja marka mun, en þetta er ekki auðvelt þegar bæði Liverpool er með 9 manna vörn og Daninn okkar að bjarga á línu fyrir þá, menn hafa nú verið kjöldregnir fyrir minni afbrot en það
En við klárum þetta í næstu viku, engin spurning
En sátt var á heimilinu hjá mér í kærkvöldi og ég fékk að sofa í mínu rúmi, og frúin líka
kv. Össi.
Örn Stefánsson (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 16:12
Össi þú verður þá í stofunni eftir næsta leik
Valur Stefánsson, 5.4.2008 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.