28.3.2008 | 00:05
Enn ein könnunin sýnir að Reykjavíkurflugvöllur á að VERA!
Nú er kominn tími til að borgarstjórn Reykjavíkur og Samgönguráðuneytið taki höndum saman og tryggi flugvöllinn í Vatnsmýrinni um komandi ár.
Í Reykjavík siðdegis þann 25. mars s.l. var spurt Á Reykjavíkurflugvöllur að víkja fyrir íbúðabyggð? Það er mjög einfalt að 70% sögðu NEI við þessari spurningu. Og ef ég má rifja upp skoðanakönnun Fréttablaðsins frá því 25. janúar s.l. Hvar á framtíðarstaðsetning miðstöðvar innanlandsflugs að vera þá voru 59,6% sem sögðu að hún ætti að vera áfram í Vatnsmýrinni.
Ég tel að borgarstjórn Reykjavíkur og Alþingi þurfi ekki fleiri skoðana við, hver skoðanakönnunin á fætur annarri sýna það að borgarbúar vilja hafa Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni. Kjörnir fulltrúar verða að vinna fyrir meirihluta borgarbúa líka en ekki bara einblína á minnihlutann.
Hér fyrir neðan er svo útkoma úr könnun Fréttablaðsins frá því í janúar s.l. Fréttablaðið 25.01.2008 Spurt var: Hvar á framtíðarstaðsetning miðstöðvar innanlandsflugs að vera.59,6% telja að framtíðarstaðsetning miðstöðvar innanlandsflugs eigi að vera í Vatnsmýrinni, 20,7% vilja að það verði flutt til Keflavíkur,
8,9 á Hólmsheiði
10,8% Annarsstaðar.
Athugasemdir
Þetta er nú frekar ódýrt og óvandað blogg hjá þér Valur minn. Allt meira og minna fullt af þversögnum. Hér vitnar þú í tvær kannanir sem gerðar eru á landsvísu en segir svo að yfirvöld eigi að fara að vilja borgarbúa. Við vitum báðir að þessar kannanir endurspegla ekki vilja borgarbúa. Og vel á mynnst í bloggi þínu þ.26.01.2008 segir þú að þjóðin eigi að ákveða tilvist flugvallarins í þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki borgarbúar hvað breyttist.
kv. Binni
Brynjólfur Stefánsson (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 00:56
Binni minn það hefur ekkert breyst, ég er á því að þjóðin eigi að fá að kjósa um þetta, en báðar þessar skoðanakannanir sýna það svart á hvítu í hvað stefnir og mér finnst það bara skylda þeirra sem eru kosnir á þing og í borgarstjórn Reykjavíkur að taka þessar kannanir alvarlega.
Valur Stefánsson, 29.3.2008 kl. 14:05
Sæll Valur, hefur Binni ekkert að gera í fríinu en að hrella þig hér á blogginu? Því ekki að kjósa um flugvöllinn, það er lýðræði í landinu er það ekki? Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 29.3.2008 kl. 21:13
Sæll Helgi.
Binni er úti á sjó á Snorra, það er greinilega ekki meira fiskeríið en þetta á þeim .
Auðvitað á að kjósa um þetta og það á landsvísu.
Valur Stefánsson, 29.3.2008 kl. 21:18
Nú segir þú að eigi að kjósa á landsvísu en í blogginu segir þú að eigi að kjörnir fulltrúar eigi að vinna fyrir meirihluta borgarbúa er ekki hægt að fá þetta skýrt hjá þér. Eiga landsmenn að ráða ferðinni eða borgarbúar. Borgarbúar segi ég.
En það er rétt sem þú segir að hann er tregur.
kv. Binni
Brynjólfur Stefánsson (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 22:04
Binni ertu sjóveikur?
Ég er sammála því að þjóðin eigi að fá að kjósa um framtíð Reykjavíkurflugvallar. En í Reykjavíkurborg eru kjörnir fulltrúar sem hlusta ekki á fólkið sem býr í borginni, en Reykjavíkurborg á ca 30% af vallarlandinu og þeir verða að sjálfsögðu að koma að þessu máli líka með Alþingi.
Valur Stefánsson, 29.3.2008 kl. 22:18
Auðvitað voru þetta bara mismæli hjá þér í blogginu að borgarbúar ættu að ráða ferðinni. En er samt sem áður algjörlega ósammála þér að íbúar á Hellu eða Hveragerði eigi eitthvað með það að hafa hvernig miðbær Reykjavíkur á að líta út. En það er rétt hjá þér gæskurinn að höfuðborgin er gjörsamlega stjórnlaus með þennan nýja meirihluta.
kv. Binni
p.s nei ekkert sjóveikur , er bara helvíti góður
Brynjólfur Stefánsson (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 22:37
Valur hvernig er hægt að vera sjóveikur á 1500 tonna skipi? Ég er nú sammála þér Binni með kosningarnar, þær eiga bara að fara fram í Reykjavík, en hitt er annað mál að borgarstjórnin á að geta séð um þessi mál vandæðarlaust. Nú er ég farin að þekkja Gerðispeyjana, þeir þrasa eins og þeir eiga kyn til. Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 29.3.2008 kl. 23:25
Sæll Helgi.
Hann Valur hefur alltaf verið bölvaður þrasari og ég reyni að halda honum við efnið. Annars er þetta mál með flugvöllinn orðið þvílíkt bull að maður nennir varla að ræða um það. Það er settur á laggirnar meirihluti í borginni sem ætlar að standa vörð um flugvöllinn þótt að þeir séu flestir á móti honum þarna í sjálfstæðisflokknum. Nokkrum dögum síðar er kynnt til sögunar nýtt skipulag um Vatnsmýrina þar sem flugvölurinn er farinn. Þetta er bara einn stór skrípaleikur.
Kveðja af sjónum
Binni
Brynjólfur Stefánsson (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 01:29
Það er einkennilegt hvað mönnum gengur illa að átta sig á því að Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna en ekki einangrað krummaskuð úti á landi.
Spurningin er frekar, hvort allir landsmenn eigi ekki að vera kjörgengir þegar borgarstjórnin er kosin, en að Reykvíkingar einir ráði öllu hvað varðar aðkomu landsbyggðarmanna að þjónustunni innan borgarmúranna.
Menn verða einnig að átta sig á því, að Það er ekki bara hægt að fleyta rjómann ofan af helstu gæðum þess að vera höfuðborg, það fylgja því einnig kvaðir. Þar með talið er að samgöngur á landi, lofti og legi séu með þeim hætti að allir landsmenn komist til og frá borginni til að ganga erinda sinna, hvort sem er vegna skólagöngu, viðskipta og/eða vegna heilsubrests.
Allir gildandi höfuðstaðir hafa lestarstöðvar í miðborgum til að sinna hlutverki sínu, flugvöllur í Reykjavík er okkar "lestarstöð". Það á ekki að skilja þetta??
Svo er ég sammála Binna um eftirfarandi: "Annars er þetta mál með flugvöllinn orðið þvílíkt bull að maður nennir varla að ræða um það."
Það er a.m.k. orðið ljóst að flugvöllurinn verður ekki sleginn af í bráð!!
Benedikt V. Warén, 4.4.2008 kl. 15:20
Æ....æ...æ. Það vantaði óvart þrjú orð í eina setninguna hjá mér.
Hún á að vera svona:
Það á ekki að vera erfitt að skilja þetta!!??
Benedikt V. Warén, 4.4.2008 kl. 15:40
Þetta er rétt hjá þér Benedikt. Höfuðborgin þarf að þjónusta alla íbúa landsins en ekki bara 101 Reykjavík.
Valur Stefánsson, 5.4.2008 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.