7.3.2008 | 16:58
Af hverju EKKI tollalækkun??
Er ekki kominn tími til að aflétta þessum verndartollum af landbúnaðarvörum? Eða á maður að kalla þetta Framsóknartollinn?
Er svína-, kjúklinga- og eggjaframleiðsla landbúnaður eða iðnaður? Þetta eru ekkert annað en iðnfyrirtæki sem eiga ekki að þurfa okur verndartolla frá hinu opinbera.
v Hráefnið er að miklu leiti innflutt
v Vinnuaflið innflutt (að miklu leiti)
v Fyrirtækin í eigu stórfyrirtækja og fjárfesta
Erum við virkilega að fórna um 9 milljarða lækkun vöruverðs fyrir nokkur iðnfyrirtæki í matvælavinnslu?
Af hverju eru verndartollar á kartöfluflögum (59%)?? Þær kartöfluflögur sem framleiddar eru á Íslandi eru ekki úr Íslenskum kartöflum þó svo að meirihluti landsmanna haldi að svo sé. Í dag erum við að greiða vel á þriðja þúsund kr. pr. kg. af dönskum kjúklingabringum, en ef kvótar og tollar yrðu afnumdir værum við að greiða innan við 1000kr. pr. kg.
Fjármálaráðherra sagði nú að það væri vandasamt verk að feta þann stíg að bæta bæði hagsmuni neytenda og bænda hvað varðar verð á matvöru þannig að bændur gæti vel við unað og neytendur njóti þess að hafa sem best kjör á matvörunni. Segir þetta ekki allt sem segja þarf, bændur eru með fyrirtæki og þurf að hagræða eins og aðrir, ekki láta það bitna á okkur neytendum.
Engin stórfelld tollalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vandamálið er það ríkir hvergi frjáls landbúnaður. 60% af ráðstöfunarfé EU fer í niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum. Í draumaríkinu Mýjasjálandi þar eru engir styrkir og bændur mega framleiða eins þeir vilja en þeir þurfa ekki að keppa við neinn innflutning. þar alhjört innflutningsbann á landbúnaðarvörum sem þeir framleiða sjálfir. Árið 2003 gátu íslenskir svínabændur fengið hærra verð fyrir kjötið í Danmörku og ætluðum flytja þangað nokkurt magn en þá kom babb í bátinn því kaupandinn í Danmörku þurfti að greiða 450% innflutningstoll. Þetta er mjög flókið má því margir þeir sem stjórnað hafa í Evrópu undanfarinn 30 ár muna eftir hungri. Ef teljum að það skynsamlegt að opna fyrir frjálsan innflutning landbúnaðarvara og verslunin mundi leika sama leikin og þeir gera í dag mundi það sennilega klára íslenskan á þremur árum.
Og svona í lokin þá er hægt að segja frá því verslunin greiðir aðeins fyrir kjöt sem rennt er i gegnum strikamerkjavélina, fær raðað í hillurnar og allt tekið til baka sem ekki selst, það gerist oft á sumrin að allar kjötvinnslur landsins vinna alla vikuna grillkjöt en síðan rignir og ekki selst nem brot af vörunni þá er allt tekið til baka versluninni að kostnaðarlausu. Halda menn virkilega að þegar verslunin þarf að sjá um þetta sjálf að þeir taki á sig rýrnunina.
Ps
Við sem störfum við þennan óæðri landbúnað erum fólk líka eins og þú
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 7.3.2008 kl. 22:29
Sæll Valur.
Kjúklingar sem koma t.d. frá Danmörku og skráðir sem Dönsk vara, þurfa ekki endilega að koma beint frá Danmörku. Málið er að Danir eiga kjúklingabú í Póllandi og þeir flytja kjúklinga þaðan og til Danmerkur, og þar sem þeira eiga í þessum búum þá segja þeir að þessi vara sé dönsk og flytja hana síðan áfram til okkar sem danska vöru. Það er vitað að þessir kjúklingar eru sprautaðir með pensilíni til að minka ótímabært andlát á þessum búum, hér á landi er óheimilt að sprauta kjúklinga með pensilíni og hvernig heldur þú að ónæmiskerfið í okkur verður eftir nokkur ár þegar við erum búin að troða í okkur slatta af innfluttum kjúklingum?
Svo er það blessaða nautakjötið, hér á landi er bannað að gefa tuddunum okkar stera, en svo getum við flutt inn nautakjöt frá Bandaríkjunum sem eru yfirfullir af sterum.
Valur, framtíð okkar verður björt þegar landinn verður orðinn sterabúnt og ekkert þýðir að gefa honum pensilín t.d. við lekanda.
Góðar stundir frá einum sem er eins og fólk er flest.
Össi.
Örn Stefánsson (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 11:02
Við sem vinnum við þetta gætu sennilega fyllt bloggið hjá þér af allslags hryllingsögum um það sem hefur verið að gerst að undanförnu en um 1000 tonn af kjöti hafa verið flutt inn af undanförnu og úr því að örn minntist á hormóna er ég með eitt dæmi sem ég lét kanna í vetur og tók af blogginu mínu:
Ég hef séð í verslunum svínakjöt frá Tyson í Bandaríkjunum sem er næst stærsti svínakjötsframleiðandi í heiminum með 800 þúsund gyltur en meðalstærð íslenskra svínabúa er 350 gyltur.
Hérna er ég með frétt úr Landbrugs Avisen sem segir að þeir (Tyson) hafi ekki áhuga á að flytja kjöt til Kína vegna þess að Kínverjar leyfa ekki vaxtahormónið Ractoparmin. Ef þeir fá ekki að nota það borgar sig ekki flytja kjötið kjötið þangað.
Ég spurðist fyrir hvernig stæði á því að þetta sterakjöt væri í verslunum hér.
Svarið sem ég fékk hjá Matvælastofnun var að ekki væri gerð krafa hér á Íslandi um sterafrítt kjöt ef um elduð matvæli væri að ræða
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 8.3.2008 kl. 12:11
Valur
Ef við hættum öllu þessu eftirliti eftir salmonellu og kamfilobacter og leyfum notkun hormóna en þeir auka vaxtarhraðan um 35-40% og gerum ekki kröfu um pensilinfrítt kjöt og skerum ýmislegt annað eftirlit sem kostar okkur stórfé þá getum við sennilega lækkað kjötið um meira en helming
Hvað seigir þú um það Valur
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 8.3.2008 kl. 12:36
En segið mér þá eitt. Af hverju eru verndartollar á kartöfluflögum þar sem íslensku flögurnar eru unnar úr innfluttum kartöflum? Og af hverju eru verndartollar á kexi sem er með hvítu kremi að því að það er mjólk í því??
Hvað með osta kvótann og kjúklingakvótann sem Osta & smjörsalan og kjúklingaframleiðendur hafa keypt en ekki nýtt sér???
Þessu verður að létta.
Valur Stefánsson, 8.3.2008 kl. 22:20
Aldrei þessu vant ætla ég að taka undir með þér Valur. Það er sko löngu kominn tími til að stokka þetta kerfi upp, taka til í þessu verndartolla bulli og koma í veg fyrir þetta sukk með innflutningskvótann. Íslenskir bændur skila af sér framúrskarandi framleiðslu og þurfa ekki að vera svona taugaveiklaðir yfir einhverjum breytingum. Kerfi sem bíður uppá hæsta matarverð í heimi, hundóánægða bændur sem eiga ekki til hnífs og skeiðar, en engu má breyta er rotið kerfi þannig að skítalyktina af því leggur hingað langt á haf út.
kv. Binni
Brynjólfur Stefánsson (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 01:49
Það verður fólkið í landinu sem ákveður hvort þetta verður svona eða ekki. það er þegar búið opna miklu meira fyrir innflutning einhliða á sama tíma og þeir markaðir sem við flytjum frá eru harðlæstir fyrir okkar vörum með ofurtollum og tæknilegum hindrunum. Ef opnað verður einhliða inn á okkar markað og íslenskir bændur læstir inni og getum ekki flutt okkar vörur út þýðir það bara eitt fyrir íslenskan landbúnað.
Ég veit það þó um þennan markað að meðan verslunin notar innflutninginn til að skapa offramboð hér á markaðnum verður tímabundið lægra verð en þegar fram í sækir verður verðið hærra og ferskvörurnar hverfa en neytendum boðið upp á frystivörur eða uppþýtt en þannig er það í Færeyjum og Grænlandi. Okkar litlu kjötvinnslur verða ennþá minni og óhagkvæmari. Það er enginn tolkvóti fyrir íslenskar kartöflur til Evrópu en það er þó hægt flytja þær til íslands
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 9.3.2008 kl. 04:57
Magnað að sjá svona snillinga stíga hér fram með hryllingssögur - það mætti halda að allt kjöt í heiminum framleitt annarsstaðar en á Íslandi sé svo upp dópað að maður stökkbreytist í kengúru með sporð við að éta það - bull og vitleysa - og hvað er að því að kjúllinn alist upp í Póllandi ? er einhver rasismi í gangi ;o)
Góð söga í þessu haftakerfi, en verslun í samkeppni við bændamafíuna flutti inn töluvert af ostum sem selja átti fyrir jólin - en landbúnaðaryfirvöld ákváðu að stolla heimildir til innflutnings svo vikum skiptir og endaði málið þannig að jólinn og vertíðin var lokið þegar innflutningur var á endanum heimilaður - snillingar og hver græddi á öllu saman, vinir þeirra í MS.
Aðra góða sögu heyrði ég af heildsölu hér í bæ sem lét reyna á að flytja inn lambakjöt til landsins - já ég veit, það er dáldið eins og að flytja kaffi til Brasilíu - en það var stoppað á hafnarbakkanum og er þar enn að ég best veit. Síðast þegar ég vissi þá fengust engar aðrar skýringar en þær að það á ekkert að flytja lambakjöt til íslands PUNKTUR. LOL - ég á bara fá að velja hvort ég vill íslenska rollu eða ekki. Í starfi mínu síðasta vor heyrði ég afurðarsala á lambakjöti reyna tyggja það í mig eins og ljóð inn í kollinn á fáráðling að lambakjöt yrði uppselt um mitt sumar - og hvað gerðist - varð lambakjötslaust - NEI - þetta eru óeðlilegir viðskiptahættir sem þarf að stoppa STRAX -
Hvers vegna get ég óhindrað flutt inn fisk til landsins en ekki lambakjöt eða aðra landbúnaðarvöru?
Og eitt að lokum - hvað er að frystivöru? á ég sem neytandi ekki bara getað valið hvort ég vill?
En að lokum vill ég benda á þá staðreynd að mér finnst td íslenskar kjúklingabringur mun betri en þær dönsku sem eru á boðstólnum hér og mundi ég borga meira fyrir þær íslensku í stað þess að kaupa ódýrar danskar.
Ólafur Tryggvason, 15.3.2008 kl. 20:08
Það var þá aldrei að maður yrði sammála þér Óli.
Væri nú ekki skárra núna að vera í Evrópubandalaginu, búnir að taka upp evruna og ekki vera í neinu basli með þetta gengishrap.
Valur Stefánsson, 18.3.2008 kl. 19:50
ég veit svo sem ekki með þetta evrópusamband - en þessi haftastefna er að mestu leiti farinn úr okkar annars ágæta þjóðfélagi, nema þegar kemur að matvælum.
Ef þetta snýst um það að halda byggð í sveitum landsins, þá erum við getur sett með að borga hverjum og einum bónda fyrir sig í beinhörðum peningum fyrir að búa á jörðum sínum....
Kerfið er alla vega ekki að virka eins og það er í dag, því ekki eru það bændurnir sem eru að fitna á öllu saman -
Ólafur Tryggvason, 19.3.2008 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.