Ungt fólk í umferðinni

Í gær sáum við feðgar á eftir Lancer Evolution á öðru hundraðinu rjúka fram úr okkur á Reykjanesbrautinni rétt við Blésugrófina, varð mér á orði að þessi ætti nú eftir að stór slasa sjálfan sig eða einhverja aðra með þessu aksturslagi.  Núna áðan sáum við feðgar sama bíl á svipuðum slóðum nema núna var bílstjórinn búinn að vefja honum utan um stórt grenitré.  Auðvitað hefur hann verið að keyra eins og vitleysingur og flotið upp úr hjólförunum. 

Þess má geta að Hekla hf. sem er umboðsaðili þessara bíla auglýsa þá með þessum orður "Lancer Evolution með aflið og útlitið að vopni".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hekla ætti kannski að breyta auglýsingunni í að "Lancer Evolution er góður sem jólaskraut á grenitré".

Að öllu gamni slepptu þá skulum við sannarlega vona að enginn hafi slasast, og viðkomandi bílstjóri hafi lært sína lexíu af þessu.

kv. Össi.

Össi (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 11:36

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Valur, já það er ótrúlegt aksturslag á mörgum nú í hálku og snjó og merkilegt hvað margir sleppa við að lenda í slysum. Góð áminning hjá þér.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 29.1.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband