24.12.2007 | 01:19
Sjúkraflug
Þetta er hreint út sagt frábær viðbragðstími hjá þeim Mýflugs mönnum, aðeins 34 mínútur frá því kallið kemur og þeir lenntir á Húsavík. En að hugsa sér enn eitt met árið í sjúkraflugi á Íslandi og til stendur að leggja Reykjavíkurflugvöll niður.
En þrátt fyrir öll þessi sjúkraflug þ.e.a.s. 481 það sem af er þessu ári þá skulum við vona að ekki þurfi að ræsa flugmennina út yfir jólahátíðarnar.
Gleðileg Jól!
VS
Erill í sjúkraflugi undanfarna daga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
væru sjúkraflugin ekki alveg jafn mörg þótt flogið yrði til Keflavíkur eða einhvern annan flugvöll en þennan í vatnsmýrinni, spyr sá sem ekki veit.
Binni (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 10:44
Sæll og blessaður Valur, okkur munar ekki um nokkra miljarða í flutning á einum flugvelli og öllu sem því fylgir það er að segja sjúkrahús og aðra þjónustu. Kær kveðja úr Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 26.12.2007 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.