Herjólfur enn á ferðinni í kolvitlausu veðri

Í fyrri nótt var Herjólfur ekki kominn til Eyja fyrr en 02:45 og sama verður örugglega í nótt. 

Eins og fyrir tveimur dögum síðan þá var búið að spá þessu veðri.  Nú eru 25 farþegar og 15 bílar um borð í Herjólfi og hann verður rúmum þremur tímum á eftir áætlun.  Það er örugglega svakaleg framlegð út úr þessari ferð.  Hefði ekki verið nær að hafa skipið bundið við bryggju og aflýsa ferðinni eða hreinlega bíða veðrið af sér.  En aumyngja fólkið sem er þarna um borð í þessum veltingi.

Þrátt fyrir að Eyjamenn þurfi að stóla sig á Herjólf þá ættu skipstjórnarmenn skipsins ekki að vera með neina hetjudáð.

vs


mbl.is Herjólfi miðar hægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Valur góðan daginn, það er nú þannig með þjóðvegi að þeir eiga ekki að skila hagnaði,

Helgi Þór Gunnarsson, 13.12.2007 kl. 07:45

2 Smámynd: Valur Stefánsson

Sæll Helgi.

Satt er það, en nú spyr ég þig sem sjómann.  Finnst þér glóra í því að láta skipið sigla í þessu veðri eins og var í gærkvöldi og í nótt?

Jólakveðja

Valur

Valur Stefánsson, 13.12.2007 kl. 08:36

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Blessaður Valur, það er nú alltaf spurning sem skipstjóri á að spyrja sjálfan sig að, oft er betur heima setið er af stað farið! Ég hefði ekki farið ef ég væri skipstjóri á Herjólfi og þá bara vegna veðurs. Kveðja frá Eyjunni fögru.

Helgi Þór Gunnarsson, 13.12.2007 kl. 11:40

4 identicon

Allveg með furðu hvað þú "landkrabbinn" getur verið snöggur að dæma skipstjórann á Herjólfi, ég get fullvissað þig um að hann var ekki að sýna neina hetjudáð með því að fara af stað, ef hann hefði talið einhverja hættu á því að fara þá hefði hann einfaldlega ekki farið af stað. 

Báðir skipstjórarnir sem eru þarna um borð hafa margra ára reynslu sem skiptstjórnarmenn við strendur Íslands og "Eyjunnar fögru", og ég hefði personulega treyst þeim fyrir mínu lífi þarna um borð.

Veðurspáin í gær hljóðaði svo, "Spá: Suðlæg átt 5-13 m/s. Stöku skúrir eða él sunnan- og vestanlands,..  Suðaustan 10-18 m/s suðvestan og vestanlands eftir hádegi. Vaxandi suðaustan átt í kvöld, 18-25 m/s sunnan og vestantil um miðnætti í kvöld"   Samkvæmt þessu var spáin að um miðnætti gæti slegið upp í 25 m/s í hviðum, og m.v. suðaustan átt þá er siglt beint upp í vindinn og því ekki um neinn svakalegan velting að ræða.

Hafðu góðar stundir, og endilega haltu áfram að blogga.

kv. Össi.

Örn Stefánsson (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 12:49

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Valur, Ég var  farþegi með Herjólfi í gær frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar, Var þar að vinna og ætlaði að fljúga til Reykjavíkur kl 1730 en það var orðið ófært kl 16, þá sá ég rétt áður vél koma frá Bakkaflugvelli. Það voru nokkrir farþegar sem ég þekki pesónulega sem ætluðu að fljúga og ég veit að nokkrir þeirra sem fóru með Herjólfi áttu að mæta í flug til útlanda fyrir hádegi í dag, þannig að það voru margir sem vildu komast upp á land seinnipartinn í gær.

Hvað varðar veðrið með skipinu í gær þá var mjög gott að ferðast með Herjólfi til Þorlákshafnar, skipið hreyfðist litið og meira en hálfa leiðina var vindur austanstæður þannig að það var ekki mikill sjór, ég var í brunni megnið af leiðinni og ræddi þá við stýrimanninn, hann sagði að ef vindstefna héldist eins og á leið til Þorlákshafnar  yrði þetta allt í lagi heim til Eyja. Því miður hefur vindur sennilega snúist í SA átt og þá er vindur og alda beint á móti, sem er ekki gott.

Ég er ansi hræddur um að skipstjóri hefði fengið orð í eyra ef ekki hefði verið farið til þorlákshafnar, þessir menn eru í erfiðri stöðu að taka ákvarðanir. Steinar skipstjóri sem var með skipið í gær hefur mjög mikla reynslu sem skipstjóri á ströndinni og veit nákvæmlega hvað hann er að gera. Fólk þarf því ekki að vera hrætt við að hann fari út í einhverja tvísýnu með skip og farþega, skipið er gott sjóskip og hann hefur í gær  farið varleg þó það taki lengri tíma, það fer bæði betur með farþega og skip. Við skulum treysta þessum mönnum sem hafa reynsluna og standa með þeim þegar þeir telja ófært að sigla skipinu vegna veðurs.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 13.12.2007 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband