11.12.2007 | 00:59
Af hverju fór Herjólfur seinni ferðina í dag?
Ég var að sjá á www.eyjafrettir.is að kl. 23:40 hefði Herjólfur verið staddur 14 sjm. undan Vestmannaeyjum og að skipið nái ekki landi fyrr en um kl. 02 í nótt. Vindhraðinn á Stórhöfða var 32 mtr kl. 23 í kvöld og gustaði í 44 mtr.
Nú var búið að spá þessu veðri og þá getur maður ekki annað en spurt sig af því hver taki þá ákvörðun að láta skipið sigla í þessu veðri?
Ljósm: www.eyjafrettir.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.