Sjúkraflug

Þetta er eingin smá aukning á 10 árum, 77 flug árið 1997 og 452 flug það sem af er þessu ári í sjúkraflugi frá Akureyri.  Í þessum 452 flugferðum hafa verið fluttir 490 sjúklingar, þetta sýnir svart á hvítu hve nauðsynlegur Reykjavíkurflugvöllur er fyrir landsbyggðina.  Hvert ætla menn að fljúga með þessa sjúklinga ef völlurinn hverfur úr Vatnsmýrinni?  Verður þá bara ekki Hátæknisjúkrahúsið byggt í Reykjanesbæ? 

Ég hef marg oft tjáð mig um veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni og get haldið lengi áfram.  Hvað ætla menn að gera ef eldsumbrot verða á Reykjanessakaganum?  Er þá ekki betra að hafa völlinn í Vatnsmýrinni heldur en að vera búinn að flytja hann suður með sjó?  Hefði einhver viljað Eyjamönnum það að hafa ekki haft flugvöll þegar eldsumbrotin urðu 1973?

Á meðan stjórnsýslan og aðal sjúkrahúsin eru í höfuðborginni þá er okkur skylt að hafa þar flugvöll líka. 

Ég ætla að gera pásu á flugvallar skrifum en segi eins og Marteinn Mosdal "ég kem alltaf aftur"

Megið þið eiga góða og ánægjulega aðventu kæru vinir.


mbl.is Mikil aukning í sjúkraflugi á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband