24.11.2007 | 15:39
Erfiður dagur í gær
Föstudagurinn 23. nóvember var einn sá erfiðasti dagur sem ég hef upp lifað, en þá var hann Ási vinur minn og frændi jarðsettur. Ási hefði orðið 42. ára núna 14. desember. Börnin hans þau Kristófer og Viktoría höfðu skreytt kisstuna hans svo fallega með origami fuglum og sagði sr. Bjarni að hann hefði aldrei séð eins fallega kisstu. Eins og mig kveið fyrir athöfninni þá gerði sr. Bjarni hana eins þægilega fyrir alla og hægt var, hann er alveg einstakur prestur. Að hugsa sér að svo ungur maður sé kallaður frá konu sinni og þremur börnum, fjölskyldan tiltölulega ný komin heim frá námi í Danmörku hann hann kominn í framtíðarstarf hjá Kone lyftum.
Ási var tvíburi og voru þeir Binni svakalega líkir, eða bara alveg eins og mjög nánir. Í erfðadrykkjunni vorum við látin skrifa minningarbrot um Ása á blað sem sett var í körfu. Fanst mér þetta mjög sniðugt því þá fá krakkarnir hans þegar fram líða stundir að heyra sögur af pabba sínum.
Jæja nú er bara að láta kerti loga til minningar um góðan frænda, vin og félaga.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.