17.11.2007 | 18:14
TF-JMH sögufræg flugvél
Flugvél með skráningarnúmer 100 á Íslandi er TF-JMH en hún er af gerðinni Piper Apache árgerð 1957. Þessi vél var keypt til landsins árið 1959 af Tryggva Helgasyni á Akureyri og Rauðakrossinum en vélin var notuð í sjúkraflug fyrstu árin. Seinna var vélin notuð í síldarleitarflug við strendur landsins og var m.a. síðasta vélin sem notuð var í slík flug. Margir landsþekktir flugmenn flugu henni m.a. Arngrímur Jóhannsson f.v. flugstjóri, Kristján Árnason f.v. flugstjóri o.fl. Árið 1989 keyptu Höður Guðlaugsson, Guðmundur Þ. Björnsson og Guðmundur Sigurbergsson vélina og komu henni í flughæft stand aftur en fyrir tveimur árum var hún seld aftur til Akureyrar og er nú í eigu Magnúsar Þorsteinssonar sem búinn er að láta taka hana alla í gegn að innan og er hún eins og ný í dag.
Það er nauðsynlegt fyrir flugsögu okkar Íslendinga að eiga svona fljúgandi safngripi því hræðilegt er að hugsa til þess að við eigum hvorki Grumman né Catalínu flugbáta sem þjónuðu okkur svo vel.
Þó svo að ég hafi tekið fjöldan allan af myndum af TF-JMH þá ætla ég samt að láta fylgja með mynd sem Baldur Sveinsson tók af henni á þessu ári yfir heimabæ JMH Akureyri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.