Sjúkraflug í Vestmannaeyjum

Eftir að Flugstoðir ohf. og Samgönguráðuneytið gerðu með sér samning um flugturnsþjónustu í Vestmannaeyjum þá er völlurinn þar lokaður milli 19:00 - 07:30 og þar af leiðandi fyrir sjúkraflug líka.  Þetta er algjörlega óviðunandi fyrir bæjarfélag eins og Vestmannaeyjar lágmarkið er að hafa bakvakt sem hægt er að kalla út ef um sjúkraflug er að ræða.

Á undanförnum árum hafa verið hátt í 100 sjúkraflug frá Eyjum á ári, er mönnum virkilega alveg sama um þetta mál?  Að sjálfsögðu á að vera tilbúin sjúkravél í Eyjum allan sólarhringinn allt árið um kring, svo er að sjálfsögðu spurning um hver á að gera þessa vél út eða á að bjóða rekstur hennar út eins og verið hefur undanfarin ár?

Eyjamönnum hefur alltaf verið mjög annt um öryggi íbúa sinna enda voru þeir frumkvöðlar þegar fyrsti Þór var keyptur til að sinna öryggi sjómanna. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Góður pistill hjá þér Valur og ég er þér sammála, er það rétt að margt í flugmálum okkar er að fara afturábak eftir að Flugstoðir komu til sögunar?. Manni fiinst það svona af umræðunni en ég þekki það ekki.

kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 18.11.2007 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband