Jæja Dans vertíðin er byrjuð hjá peyjunum.

Jæja nú tóku þeir tvíburarnir okkar Gulli og Valur þátt í fyrsta dansmóti vetrarins en það var Lotto mótið sem Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar stóð að.  Valur Pálmi og Natalía kepptu í unglingar 1K og stóðu sig vel, Valur er farinn að sýna hendurnar vel og farinn að brosa þrátt fyrir að vera ný kominn með spangir. 

Gulli og María voru að taka þátt í sínu fyrsta móti saman en María hefur meira að segja aldrei keppt fyrr og það sem meira er að þau tóku þátt í Unglingar 1F sem er að keppa með frjálsri aðferð og með keppendur þeirra bara hákarlar en þau stóðu sig vel í djúpu lauginni þó svo að vera í neðsta sætinu þá var frábært að sjá þau.

En frábær árangur hjá danspörum ÍR þið stóðuð ykkur eins og hetjur.

Næsta mót er svo Jólamótið á Broadway og svo er auðvitað undirbúningur á fullu fyrir alþjóðlegt mót í Kaupmannahöfn í febrúar n.k. en peyjarnir hafa tvívegis farið út áður, bæði til Blackpool á Englandi og Tralee á Írlandi.

Ég ætla að setja nokkrar myndir af keppni gærdagsins inn í albúmið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband