Ósanngirni

Mikið getur maður verið ósáttur við þann æðsta þarna uppi stundum.  Góður vinur minn og ná frændi aðeins 41 árs liggur nú á líknardeild Landspítalans og bíður eftir sinni hinstu hvílu.  Að svo ungur og hraustur maður skuli hrinja svona niður á aðeins tveimur mánuðum er gjörsamlega óskiljanlegt.  Ég veit full vel að við þessu er ekkert að gera en maður getur samt verið bitur, sérstaklega þegar maður hugsar til barnanna og eiginkonunnar sem er búinn að standa eins og klettur við hlið hans.

En nú er bara að kveikja á kertum og fara með bænirnar sem Guð kenndi okkur.

Gangið á Guðs vegum elskurnar mínar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Gott blogg hjá þér Valur minn, en lítið hægt um það að segja nema að ég er þér innilega sammála. Oft skiljum við ekki tilganginn með þessu lífi og oft eru það sömu fjölskyldurnar sem þurfa að ganga í gegnum ótrúlega erfiðleika.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 3.11.2007 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband