Nýjar myndir

Ég var að setja nokkrar nýjar eða nýjar / gamlar myndir á síðuna.  Þetta eru myndir frá gamla húsinu okkar að Gerðisbraut 3 í Vestmannaeyjum bæði hvernig það leit út fyrir gos og eftir gos.  Einnig má sjá Gerði hvernig það var gjörsamlega á kafi .

Svo eru þrjár myndir sem frændi minn Stefán Þór Tryggvason tók af Halkion VE-205 þegar hann var að landa loðnu í miðju gosinu 24. febrúar ´73.  Pabbi og peyjarnir hans á Halkion köstuðu tvisvar út af Alviðru (Álftaveri) og fengu 237 tonn og fóru með það til Eyja en þá var búið að setja bræðsluna í gang vegna þess að Þórkatla GK úr Grindavík kom biluð inn til Eyja og var ákveðið að landa úr bátnum og setja bræðsluna í gang.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Þakka þér fyrir Valur,alltaf gaman af gömlum myndum.

Helgi Þór Gunnarsson, 19.10.2007 kl. 10:37

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Sæll Valur það er gaman að þessum myndum, og rifjar upp þessi eftirminnilegu ár í gosinu og árin eftir.

kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 19.10.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband