17.10.2007 | 16:55
Margrét Sverrisdóttir og Reykjavíkurflugvöllur
Margrét Sverrisdóttir segir í viðtali við Fréttablaðið í gær "Við þurfum að slökkva þá elda sem brenna heitast" þegar hún var spurð um framtíð Reykjavíkurflugvallar og samgöngumiðstöðina. Átti hún þá við að mál Orkuveitunnar gangi fyrir hjá hinum nýja meirihluta. Þó segir hún neðar í viðtalinu "En ég vil hafa flugvöllinn í Reykjavík, það er búið að tryggja að hann verði í Vatnsmýrinni til 2016, þannig að ég sé ekki að það verði gerðar neinar grundvallarbreytingar á þessu kjörtímabili,". Svo voru orð Margrétar. Ef hún heldur virkilega að það verði engar grundvallar breytingar með dr. Dag sem borgarstjóra þá hugsar hún skammt, en það er bara í takt við aðra í nýrri borgarstjórn því ég get ekki séð annað en þeir hugsi fyrir daginn í dag og ekkert til framtíðar fyrir okkur sem búum í þessari borg óttans.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.