Á enn og aftur að gefa "afslátt" af öryggismálum sjómanna?

Á enn og aftur að gefa afslátt af öryggismálum sjómanna?   Það er löngu kominn tími á endurnýjun varskipaflotans eins og neðangreint dæmi sýnir.  

Þann 10. mars 2004 strandaði fjölveiðiskipið Baldvin Þorsteinsson í Skarðsfjöru og stóð til í byrjun að reyna nota annað varðskipið til að ná Baldvini út en eins og flestir muna varð að taka dráttarbát á leigu erlendis frá til að ná skipinu út en Baldvin er tæplega 3000 brl og rúmir 85 mtr að lengd.  

 Baldvin Þorsteinsson EA.01 Baldvin Þorsteinsson EA 10 á strandstað í Skarðsfjöru.

Ljósm:  mbl.is

Þann 15. desember 1969 strandaði Halkion VE-205 á sama stað en Halkion var 264 brl og að mig minnir ca 34 mtr og dró varðskipið Ægir hann af strandstað 31. desember ´69 en Halkion var þá með stærri skipum íslenska fiskveiðiflotans.   Þarna sjáum við svart á hvítu stærðarmun Baldvins Þorsteinssonar og Halkion en við erum enn með sömu varðskipin og nú ætlar Georg Lárus og dómsmálaráðherra að leigja út nýtt varðskip.  

Halkion%20VE205 Halkion VE 205Ljósm: Sigurgeir (www.sigurgeir.is) 

Í mbl. s.l. laugardag var einnig fjallað um fækkun í þyrlusveit gæslunnar sem muni einnig hafa neikvæð áhrif á möguleika Gæslunnar til að sinna öryggis- og björgunarmálum og yrði þá hámarksdrægni þyrlnanna minnkuð af öryggisástæðum.   

Þetta er mjög einfalt í mínum augum, við megum alls ekki við því að fækka í þyrlusveit Gæslunnar né leigja frá okkur nýja varðskipið eða nýju flugvélina sem er einnig í smíðum.  

 
mbl.is Nýtt varðskip LHG gæti farið í útleigu til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband