9 / 11 - 7ára

Nú eru 7 ár liðin frá þessum hræðilega atburði er tveimur þotum var flogið á tvíbura turnana í NY.  Ég held að enginn atburður frá því í heimstyrjöldinni síðari hafi haft jafn mikil áhrif á heiminn allan.   Þetta er einn af þvim atburðum þar sem allir muna hvar þeir voru staddir þegar þeir fréttu af þessum hörmungum.

800px-World_Trade_Center_9-11_Attacks_Illustration_with_Vertical_Impact_Locations[1] Hér sést hvar vélarnar lenntu á turnunum.

world-trade-center_911_credit-civil-air-patrol_9-12-2001_large[1] Loftmynd tekin úr Cessnu.

9-11-01candlesimplelarge1[1] Kveikjum á kertum í kvöld til minningar um þá sem létust í þessum hamförum.


Eyjaferð.

Við hjónin skruppum með hópi frá Hjartaheill í Eyjarnar um s.l. helgi, vorum heppin með veður á laugardeginum eins og sjá má á þessum myndum, aftur á móti komumst við ekki heim fljúgandi því svo misvinda var á flugvellinum eða 120 - 160 gráður og gustaði upp í 29 kts.  og fórum við því með Herjólfi, en það var svosum ágætis ferð og enginn sjóveikur Cool.

ve 017

Heiða að komast upp á öxlina á Eldfellinu.

ve 026

Gaujulundur

ve 029

Lundapysja, maður hefur nú ekki komist í tæri við þær síðan fyrir gos Wink

ve 030

Þessi kisi var á Vespu leigunni, skyldi hann vera með próf?

ve 038

Guðrún og Jói prófuðu Vespu, þvílíkur kraftur LoL

 


Bloggfærslur 11. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband