25.6.2008 | 09:46
Stjörnugolf - Golf til góðs!
Þetta er frábært framtak hjá Ágústi og NOVA og vona ég að sem flestir mæti og taki þátt í Golfi til góðs! Að spila golf er skemmtilegt en að gera það til styrktar hjartveikum börnum er enn skemmtilegra. Á ári hverju greinast um 70 börn með meðfæddan hjartagalla og þarf um helmingur þeirra að fara erlendis til hjartaaðgerðar og get ég sagt að það er ekki auðvelt að fara utan með barn sitt í erfiða aðgerð. Sonur okkar Valur Pálmi fór tvívegis til London í aðgerð í fyrra skiptið var hann einungis tveggja mánaða gamall og var það mjög erfið ferð fyrir hann vegna þess hve veikur hann var orðinn og svo var haldið aftur daginn eftir árs afmælið hans. Í dag er Valur hins vegar á góðu róli og æfir samkvæmisdansa hjá Dansskóla Jóns Péturs og Köru.
Mig langar að hvetja alla að taka þátt í þessari fjáröflun Neistans og þeir sem spila ekki golf endilega hringið í 908-1000 og gefið þar með 1.000 kr. til Neistans.
Valur Pálmi aðeins tveggja mánaða gamall á Gr. Ormond Street hospital í London (júlí 1995).
Valur Pálmi eins árs á Harley St. Clinic í London (júní 1996).
Valur Pálmi og Natalía Lind í sveiflu á danskeppni í Kaupmannahöfn fyrr á þessu ári. En þrátt fyrir hjartagallan og galla í ónæmiskerfi þá getur hann samt sem áður stundað samkvæmisdansa en fer hægar í æfingar en þeir krakkar sem hann æfir með.
Stöndum saman og styrkjum Neistann!
![]() |
Stjörnufans í stjörnugolfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)