30.4.2008 | 22:18
Jæja ekki tókst það í kvöld
Jæja nú er úti draumurinn um Mestaradeildina og aðeins 4. sætið í deildinni en það gefur okkur allavega rétt á Meistaradeildinni að ári. Þetta var súrt að detta svona úr og fúlt sjálfsmark og allt það en það þýðir ekki að gráta Björn bónda það verður bara að undirbúa næsta tímabil og lægja öldurnar hjá eigendum félagsins.
En varðandi leikinn í kvöld:Fyrsta markið var aula mark og hefði mátt verja það auðveldlega.
Þriðja markið hjá Chelsea var þvílík aulavörn, menn hættu að ellta sóknarmann og notuðu frekar kraftana í að veifa rangstöðu.
Mark Babels svo í lokin var auðvitað tær snilld og sýnir hve frábær knattspyrnumaður þessi drengur er.
Nú verður spenna hvort það verða UTD eða Chelsea sem vinna deildina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)