18.4.2008 | 17:29
Tilboð í kaup / smíði á nýjum Herjólfi opnuð í gær.
Það kom mér nú nokkuð á óvart að EIMU núverandi rekstraraðili Herjólfs hefði ekki boðið í nýja skipið. Fulltrúi EIMU sagði nú í viðtali að hann vildi nú bara að heimamenn fengju þetta en þeir eiga nú lægsta tilboðið þó svo að það sé langt yfir kostnaðaráætlun.
Hann er nú nokkuð flottur nýji Bakkafjöru Herjólfurinn. Ég átti nú samt von á því að hann yrði öflugri en útboðsgögn gera ráð fyrir t.d. er siglingar hraðinn svipaður og á núverandi Herjólfi.
Ég er hræddur um að kostnaðurinn við Bakkafjöruhöfn eigi eftir að fara töluvert umfram áætlanir og svo er spurning um garðana hvort þeir þurfi ekki að fara töluvert utar.
En varðandi undirskriftarlista Magga Kristins & Co þá er ég sammála Kristjáni Möller samgönguráðherra að hann væri allt of seint á ferðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)