Af hverju EKKI tollalækkun??

Er ekki kominn tími til að aflétta þessum verndartollum af landbúnaðarvörum?  Eða á maður að kalla þetta Framsóknartollinn? 

 

Er svína-, kjúklinga- og eggjaframleiðsla landbúnaður eða iðnaður?  Þetta eru ekkert annað en iðnfyrirtæki sem eiga ekki að þurfa okur verndartolla frá hinu opinbera.

v     Hráefnið er að miklu leiti innflutt

v     Vinnuaflið innflutt (að miklu leiti)

v     Fyrirtækin í eigu stórfyrirtækja og fjárfesta

Erum við virkilega að fórna um 9 milljarða lækkun vöruverðs fyrir nokkur iðnfyrirtæki í matvælavinnslu?

 

Af hverju eru verndartollar á kartöfluflögum (59%)??  Þær kartöfluflögur sem framleiddar eru á Íslandi eru ekki úr Íslenskum kartöflum þó svo að meirihluti landsmanna haldi að svo sé.   Í dag erum við að greiða vel á þriðja þúsund kr. pr. kg. af dönskum kjúklingabringum, en ef kvótar og tollar yrðu afnumdir værum við að greiða innan við 1000kr. pr. kg.

 

Fjármálaráðherra sagði nú að “það væri vandasamt verk að feta þann stíg að bæta bæði hagsmuni neytenda og bænda hvað varðar verð á matvöru þannig að bændur gæti vel við unað og neytendur njóti þess að hafa sem best kjör á matvörunni”.  Segir þetta ekki allt sem segja þarf, bændur eru með fyrirtæki og þurf að hagræða eins og aðrir, ekki láta það bitna á okkur neytendum.

 
mbl.is Engin stórfelld tollalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband