28.3.2008 | 00:05
Enn ein könnunin sýnir að Reykjavíkurflugvöllur á að VERA!
Nú er kominn tími til að borgarstjórn Reykjavíkur og Samgönguráðuneytið taki höndum saman og tryggi flugvöllinn í Vatnsmýrinni um komandi ár.

Í Reykjavík siðdegis þann 25. mars s.l. var spurt Á Reykjavíkurflugvöllur að víkja fyrir íbúðabyggð? Það er mjög einfalt að 70% sögðu NEI við þessari spurningu. Og ef ég má rifja upp skoðanakönnun Fréttablaðsins frá því 25. janúar s.l. Hvar á framtíðarstaðsetning miðstöðvar innanlandsflugs að vera þá voru 59,6% sem sögðu að hún ætti að vera áfram í Vatnsmýrinni.
Ég tel að borgarstjórn Reykjavíkur og Alþingi þurfi ekki fleiri skoðana við, hver skoðanakönnunin á fætur annarri sýna það að borgarbúar vilja hafa Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni. Kjörnir fulltrúar verða að vinna fyrir meirihluta borgarbúa líka en ekki bara einblína á minnihlutann.
Hér fyrir neðan er svo útkoma úr könnun Fréttablaðsins frá því í janúar s.l. Fréttablaðið 25.01.2008 Spurt var: Hvar á framtíðarstaðsetning miðstöðvar innanlandsflugs að vera.59,6% telja að framtíðarstaðsetning miðstöðvar innanlandsflugs eigi að vera í Vatnsmýrinni, 20,7% vilja að það verði flutt til Keflavíkur,
8,9 á Hólmsheiði
10,8% Annarsstaðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)