Snjókoma á Hólmsheiði eftir Pál Bergþórsson

Páll Bergþórsson veðurfræðingur ritaði þessa skemmtilegu grein í Morgunblaðið um Páskana.

Páll Bergþórsson útskýrir mun á veðurfari á Hólmsheiði og í Vatnsmýri

Páll Bergþórsson
[ Smelltu til að sjá stærri mynd ]

Páll Bergþórsson útskýrir mun á veðurfari á Hólmsheiði og í Vatnsmýri: "Reynslan sýnir að rigning breytist í snjókomu um það bil þegar hitinn lækkar niður fyrir 2 gráður."

Í SMÁGREIN í Morgunblaðinu 10. febrúar ræddi ég um skýjahæð yfir hugsanlegum Hólmsheiðarflugvelli og komst að því að í hvert sinn sem skýjahæð yfir sjó væri 65-180 metrar, væri að jafnaði fært að lenda á Vatnsmýrarflugvelli en ófært á Hólmsheiði.

Hér verður aftur á móti vikið að því veðurlagi sem kallast landsynningur, þegar lægð kemur upp að landinu úr suðvestri með úrkomusvæði sitt í suðaustanvindi. Þá er annaðhvort rigning eða snjókoma. Í rigningunni er oftar hægt að lenda, því að Reykjanesfjallgarður veldur hlýnun og tryggir sæmilega skýjahæð í landsynningi, auk þess sem skyggnið er þá oftast nægilegt. Í snjókomu er það aftur á móti skyggnið sem takmarkast verulega eins og kunnugt er, og verður iðulega ófullnægjandi til lendingar.

Reynslan sýnir að rigning breytist í snjókomu um það bil þegar hitinn lækkar niður fyrir 2 gráður. (Éljagangur í suðvestanátt byrjar hins vegar oft þegar hiti lækkar niður fyrir 3 stig). Snjókornin hafa þá einfaldlega ekki tíma til að bráðna í neðsta laginu þegar þau falla úr frostinu sem ofar er. Nú er Hólmsheiði um 120 metrum hærri en Vatnsmýri, og þar er því gjarnan um það bil tveimur stigum kaldara að vetrinum. Afleiðingin verður þá sú sem þessi tafla sýnir um veður í landsynningi, þegar lægðir koma úr suðvestri með úrkomubelti sín (sjá töflu):

Hér er það hitabilið 2-4 stig sem máli skiptir. Þá rignir að jafnaði í Vatnsmýri en snjóar á Hólmsheiði.

Einmitt þessi hiti, 2-4 stig, er mjög algengur í Reykjavík að vetrarlagi í landsynningi sem er yfirleitt hlýrri en meðalhiti annarra sólarhringa á sama árstíma. Meðalhitinn var að jafnaði frá eins stigs frosti að eins stigs hita í nóvember til mars árin 1961-1990, en árin 1931-1960 var meðalhitinn i Reykjavík frá frostmarki að þriggja stiga hita í nóvember til mars.

Mikinn hluta vetrar er sem sagt oft snjókoma og ófært til lendingar á Hólmsheiði þegar lægð er að nálgast en gjarnan rigning og fært í Vatnsmýri á sama tíma. Eyðilegging Vatnsmýrarflugvallar væri því óhappagerningur.

Höfundur er heiðursfélagi í Flugmálafélagi Íslands.

Hér sjáum við það svart á hvítu að Hólmsheiðin er ekki álitlegur kostur fyrir nýjan innanlands flugvöll, Löngusker ekki heldur og þá er á hreinu að Kristján Möller og Ólafur F. Magnússon þurfa að taka höndum saman og tryggja Reykjavíkurflugvöll þar sem hann er í dag.  


Bloggfærslur 25. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband